fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Allt að 56 prósent verðmunur á jólabókum á milli verslana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að kanna verð á bókum áður en þær eru keyptar nú fyrir jólin. Allt að 56 prósent verðmunur er á verði metsölubóka á milli verslana nú í jólabókaflóðinu.

Þetta kemur fram í verðkönnun Fréttablaðsins. Þar segir að sem fyrr séu jólabækurnar ódýrastar í Bónus en blaðið kannaði verð á átta vinsælum titlum af metsölulista Eymundsson í fjórum verslunum í gær.

Bókin Kaupthinking, eftir Þórð Snæ Júlíusson, kostar 7.499 krónur í verslun Pennans/Eymundsson en 4.798 krónur í Bónus og er verðmunurinn 56 prósent. Af öðrum bókum má nefna að Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason kostar 4.499 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust. Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur kostar 4.398 krónur í Bónus, þar sem hún er ódýrust, en 6.999 krónur í Pennanum/Eymundsson þar sem hún er dýrust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum