fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Fréttir DV í desember: Klaustursmál, kratar í klípu og köld drottning

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 31. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur og Karl Gauti reknir

Tveir þingmenn Flokks fólksins, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, voru reknir úr flokknum. Ólafur og Karl sátu á Klaustri og tóku þátt í umtali um Ingu Sæland, formann flokksins, og nutu ekki trausts eftir það. Ákváðu þeir eftir þetta að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra steig fram í viðtali í Kastljósi og lýsti upplifun sinni á Klaustursmálinu. Fjölmörg ummæli þriggja Miðflokksmanna beindust að henni með mjög klúrum hætti. Lilja lýsti sínum fyrri félögum sem ofbeldismönnum sem mættu ekki hafa dagskrárvald yfir umræðunni. Hreyfði viðtalið við mjög mörgum.

Margrét Þórhildur

Margrét Þórhildur Danadrottning kom til Íslands til að vera viðstödd fullveldishátíðina. Bar það helst á góma að öldruð drottningin hafi verið látin dúsa úti í miklum kulda og roki á meðan löng athöfn fór fram. Urðu margir Danir móðgaðir vegna meðferðar á hennar hátign.

Bára Halldórsdóttir

Bára Halldórsdóttir steig fram sem uppljóstrarinn á Klaustri. Bára er samkynhneigð kona með fötlun og blöskraði það tal sem hún heyrði hjá þingmönnunum. Eftir að Bára steig fram stefndu fjórir þingmenn Miðflokksins henni fyrir dóm. Héldu þeir fram að Bára hefði haft vitorðsmenn við að hljóðrita samtalið.

Ágúst Ólafur Ágústsson og Bára Huld Beck

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, var settur í tveggja mánaða straff af flokk sínum. Bára Huld Beck, blaðamaður Kjarnans, tilkynnti kynferðislega áreitni af hans hálfu til flokksins og var það tekið fyrir hjá siðanefnd.

Helgi Hjörvar

Upplýst var að siðanefnd Samfylkingarinnar hefði verið verið stofnuð vegna mála sem upp komu tengd þingmanninum Helga Hjörvari sem sat árin 2003 til 2016. Var hann sakaður um alvarlega kynferðislega áreitni af nokkrum konum.

Kattarmyndbandið

Mikil reiði braust út vegna meðferðar ungs manns, Jóhanns Þórs Arnarssonar, á kattarhræi. Félagi hans hafði keyrt á köttinn fyrir slysni og tekið upp óviðeigandi myndskeið af leik með hræið. Athæfið varðaði ekki við lög en þeir sem komu við sögu fengu að kenna á reiði netverja og fengu margar hótanir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum