fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Hljóðmaður dæmir upptökuna: „Ég tel mig geta fullyrt að umrætt hljóð komi úr manni en ekki stól“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. desember 2018 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Helgason, þaulreyndur hljóðmaður, segist hafa einangrað þann hljóðbút þar sem einn þingmaður hermir eftir sel þegar tal berst að Freyju Haraldsdóttur á alræmdu sumbli á barnum Klaustur. Gunnar Smári segist geta fullyrt að hljóðið komi frá manni en ekki stól.

Hann greinir frá þessu á vef sínum, trölli.is. „Ég renndi hljóðupptöku frá Klausturbarnum í gegnum ProTools upptöku tæki, og meðhöndlaði hljóðið á sama hátt og stundum er gert til að hressa upp á gamlar upptökur. Hljóðið er óklippt og ekkert var gert til að reyna að breyta því á annan hátt en að heyra betur hvað þarna fór fram. Ég tel mig geta fullyrt að umrætt hljóð sem SDG hefur haldið fram að sé úr stól, komi úr manni en ekki stól,“ segir Gunnar Smári.

Í grein sem birtist á vef Kjarnans í gær segir Freyja að Sigmundur Davíð hafi hringt í hana í kjölfar þess að fjölmiðlar greindu frá þeim hluta upptökunnar sem sneri að henni.  Hún sagði að Sigmundur hafi útskýrt að selahljóðið hafi komið úr stól.

Upptökuna má heyra hér fyrir neðan en Gunnar Smári lýsir aðferð sinni svo:„Notaði Waves E-Noise plug-in sem hentar oft vel til að hreinsa burt eða minnka aukahljóð í bakgrunni. Beitti lika Waves L2 limiter til að hægt væri að hækka styrkinn á hljóðinu aðeins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“