fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sólveig segir Kolbrúnu gera sig að aðhlátursefni: „Yfirgengilega fáránleg ritsmíð“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. desember 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir á Facebook að leiðari Kolbrúnar Bergþórsdóttur um mótmælin í Frakklandi sem eru kennd við gul vesti sé yfirgengilega fáránlegur. Í leiðaranum, sem birtist í gær, fordæmir Kolbrún mótmælin og segir íslensku þjóðin ekki hafa áhuga á slíkum mótmælum. Þann pistil má lesa í heild sinni hér.

Sólveig segir leiðarann lýsa afturhaldsemi. „Það skemmtilegasta við hina yfirgengilega fáránlegu ritsmíð sem hér fylgir er að hún er skrifuð eins og af trúboða sendum innan úr sértrúarsöfnuði til að kenna fólki lexíur eða af tímaferðalangi; það skemmtilegasta við hana er hin einlæga afturhaldssemi. Engin tilraun er gerð til að notast við orðfæri frjálslynds lýðræðis, td. um að fólk verði einfaldlega að bíða eftir kosningum til að tjá vilja sinn um hvernig samfélaginu er stjórnað,“ segir Sólveig.

Hún segir að Kolbrún geri enga tilraun til að greina orsök mótmælanna. „Enda væri slíkt erfitt í pistli sem hefur það sem sitt helsta markmið að komast hjá því að greina; ástæðan fyrir vandamálum þeim sem stjórnendur í okkar heimshluta glíma nú við er sú að engu skiptir í raun hvað fólk kýs, það endar alltaf í veruleika þar sem skattkerfið er markvisst notað til að magna stéttskiptingu með því að beita því fyrst og fremst til að færa auð til forréttindahópa í stað þess að nota það sem jöfnunarfyrirbæri. Borgararnir eru í raun alls ekki jafnir, það er ekkert Frelsi, Jafnrétti eða Bræðralag; ójöfnuður eykst þvert á móti stórkostlega sem leiðir óumflýjanlega til samfélagslegs uppnáms sem þau sem notast stundum við sögubækur til að reyna að skilja gang sögunnar vita kannski,“ segir Sólveig.

Hún furðar sig á því hvernig Kolbrún tali um vilja þjóðarinnar. „Nei, þess í stað er notast við hinn siðprúða og föðurlega tón þeirra sem vita absolútt hvað þjóðin vill: Ég og þjóðin, við þekkjum hvor aðra best. Við Þjóðin erum ekkert að stagla, við veltum hlutunum ekkert fyrir okkur, við þurfum ekkert að kafa dýpra, við vitum hið sanna: Öll eru sammála okkur og ef þau eru það ekki hafa þau einfaldlega rangt fyrir sér. Það er ekki hægt að segja annað en að bergmál fyrri hluta tuttugustu aldar berist okkur til eyrna í þessari innblásnu fullvissu,“ segir Sólveig.

Hún segir enn fremur að Kolbrún búi í draumaheimi. „Noam Chomsky sagði eitt sinn við William F. Buckley eftir að hafa hlustað á hann þvaðra: You are talking about a dream world.
Því það er staðurinn sem afturhaldssinnar tala frá: Þeirra eigin draumaveröld þar sem þeirra eigin sýn er allsráðandi, þeirra eigin vilji stýrir för. Þeir hafa engan áhuga á að skilja hvað á sér stað, þess þarf ekki vegna þess að veruleikinn býr í heilanum á þeim. Þessvegna hata þeir ekkert meira en atburði sem koma hugmyndafræðilegum veruleika þeirra úr jafnvægi og þessvegna eru viðbrögðin ávallt svo ofsafengin,“ segir Sólveig.

Hún segir að lokum að Kolbrún geri sig að aðhlátursefni með pistlinum. „Sú magnaða geta til að ræða ekki ástæður, hið magnaða áhugaleysi á að reyna að greina og hið stórfenglega viljaleysi á því að rökstyðja málflutninginn sem í skrifunum birtast eru mjög fyndin. En það er kannski ekki alveg það sem Fréttablaðið vill; tilgangurinn með plássi fyrir leiðara í svo útbreiddu blaði er varla að gefa fólki tækifæri á að verða aðhlátursefni?,“ spyr Sólveig.

Hún bætir því svo við að kannanir sýni staðhæfingar Kolbrúnar um vilja þjóðarinnar standist ekki skoðun: „Fyrir skemmstu birtust niðurstöður könnunar um að meirihluti þeirra sem hér búa samþykktu verkfallsaðgerðir sem fullkomlega eðlilega leið fyrir vinnuaflið til að ná fram betri lífsgæðum. Leiðarahöfundur, Þjóðin og borgararnir þurfa kannski að hittast yfir kaffibolla til að eiga gott spjall um málið?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum