fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær ásamt lögmönnum sínum. Þangað hafði hún verið boðuð þar sem fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn henni vegna hljóðupptökunnar sem hún gerði á barnum Klaustri þann 20. nóvember.

Lögmaður þingmannanna, Reimar Snæfells, fór fram á að upptökur úr eftirlitsmyndavélum verði rannsakaðar til að varpa frekara ljósi á málið. Með því má að hans sögn sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu mikill ásetningur hennar var. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Þegar Fréttablaðið ræddi við Báru í gærkvöldi sagði hún daginn hafa tekið á en hún væri hamingjusöm. Hún sagði það hafa verið fallega sjón hversu margir mættu til að sýna henni stuðning.

„Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Sagði Bára um fjórmenningana úr Miðflokknum. Hún sagðist ekki vera smeyk og bíði bara áhugasöm eftir niðurstöðu dómarans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu