fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. desember 2018 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll grunnskólabörnin í Kulusuk voru mætt á flugvöllinn síðastsliðinn laugardag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með dyggri aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Þetta er fjórða árið í röð sem Hrókurinn og Kalak færa börnunum í Kulusuk, sem er næsti bær við Ísland, glaðning í tilefni jólanna.

Íbúar í Kulusuk eru nú um 250 og þar af eru 64 börn. Um helmingur er á leikskólaaldri og þau fengu gjafirnar sendar heim, en grunnskólabörnin flykktust á flugvöllinn til að hitta Stekkjarstaur og félaga. Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson, sem báðir eru liðsmenn Hróksins og Kalak, fóru í þennan stórskemmtilega leiðangur og nutu ómetanlegrar aðstoðar áhafnar Air Iceland Connect, þeirra Ragnars Arnarssonar flugstjóra, Jóhanns Inga Sigtryggssonar flugmanns og Völu Agnesar Oddsdóttur flugfreyju.

Það fer enginn í jólaköttinn ár!

Móttökunni í Kulusuk var stjórnað af Justine Boassen skólastjóra og Frederik eiginmanni hennar, kennara við skólans, en þau hafa um árabil verið mestar hjálparhellur Hróksins í þessu fallega grænlenska þorpi, sem státar af einum besta skóla Grænlands. Justine og Frederik voru leyst út með blómum, sem og starfsmenn flugvallarins, frá Grænum markaði. Vart er hægt að hugsa sér betri gjöf í skammdegismyrkri Grænlands en litríkan blómvönd.

Stekkjarstaur og Vala Agnes og Jóhann Ingi frá Air Iceland Connect glöddu mörg ung hjörtu í Kulusuk.

Í pökkunum til barnanna í Kulusuk kenndi margra grasa, enda gáfu bæði fyrirtæki og einstaklingar góðar og nytsamlegar gjafir, leikföng, föt, gotterí og fleira sem tilheyrir jólunum. Þar átti prjónahópurinn góði í Gerðubergi, og aðrar íslenskar hannyrðakonur stóran hlut. Veglegust var gjöf frá Heiðbjörtu Ingvarsdóttur, eins af máttarstólpum Hróksins, sem lagði út fyrir spjaldtölvum fyrir níu börn í 9. bekk, og er þetta sannarlega ekki í fyrsta sinn sem Heiðbjört sýnir veglyndi í garð grænlenskra barna.

Ferð Hróksins og Kalak til Kulusuk nú í dag var sú sjöunda á árinu, og fjölmargar ferðir og hátíðir eru fyrirhugaðar á næsta ári.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr þessari vel heppnuðu ferð:

Stekkjarstaur og félögum var ákaft fagnað við komuna til Kulusuk.
Skemmtilegasta ferð ársins, sagði Stekkjarstaur og starfsmenn Air Iceland Connect voru sammála!
Qujanaq! Heiðbjört Ingvarsdóttir lét sig ekki muna um að senda níu elstu börnunum í Kulusuk spjaldtölvur, og hér er kveðja frá þeim til hennar.
Kulusuk er næsti bær við Íslands, og samt eins og allt annar heimur — þótt hjörtum mannanna svipi saman á Grænlandi og Grímsnesinu!
Jóhann Ingi og Vala Agnes með gjöf fyrir ungan grænlenskan vin.
Hrafn með Alf Skovdal Friis flugvallarstjóra í Kulusuk, sem er mikil hjálparhella Hróksins.
Gleðin á Grænlandi var tær og takmarkalaus.
Blómin vöktu mikla gleði, enda sjaldséð á Grænlandi í skammdeginu.
Allt er hægt, ef maður lætur sig dreyma, einsog stendur á bol þessarar stúlku sem tók við pakka úr hendi Völu Agnesar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd