fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. desember 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mygla kom upp í skrifstofuhúsnæði Alþingis við Kirkjustræti 10 nýverið og er talið óhjákvæmilegt að ráðast í viðgerðir. Viðgerðir hafa reynst umfangsmeiri en talið var og hefur því áætlaður heildarkostnaður tvöfaldast. Fjármálaskrifstofa Alþingis var meðal annars þar til húsa.

RÚV greinir frá þessu. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir í samtali við RÚV að nánast allt innvolsið í húsinu hafi verið ónýtt. Hann segir að fyrir um þremur árum hafi farið að bera á því að eitthvað væri misjafnt í húsinu. „Og þegar farið var að skoða þetta nánar reyndist allt innvolsið í húsinu vera ónýtt, það varð að skrapa allt húsið að innan,“ segir Helgi.

Húsið hefur því staðið autt í nærri þrjú ár vegna viðgerða en Helgi segir að mygla sé svo mikil að starfsmenn hafi fundið mikið fyrir henni. Helgi segir að heildarkostnaðurinn við framkvæmdina sé um 47 milljónir en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir rúmum tuttugu milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum