fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. desember 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðmaðurinn Róbert Wessmann fékk felldar niður skuldir upp á hátt í 44 milljarða í skuldauppgjöri sínu við Glitni. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Samdi Róbert um að greiða 1,3 milljarða af 45 milljarða skuld sinni við bankann. Samkomulagið gerði Róbert við Glitni í árslok 2013. Viðskiptafélagi Róberts, Árni Harðarsson, losnaði við persónulegar ábyrgðir á milljarða lánum í þessu skuldauppgjöri.

Róbert Wessmann er í dag einn af umsvifamestu fjárfestum landsins og stýrir hann meðal annars hinu þekkta lyfjafyrirtæki Alvogen. Er hann forstjóri félagsins og Árni Harðarson aðstoðarforstjóri þess.

Almenningur fær ekki slíkar niðurfellingar

Ítarleg fréttaskýring er um málið í Stundinni en þar er einnig önnur frétt þar sem rætt er um málið við umboðsmann skuldara, Ástu Sigrúnu Helgadóttur. Segist Ásta ekki kannast við nein viðlíka dæmi þar sem almennur borgari hafi fengið hlutfallslega jafnmikla niðurfellingu á skuldum og telur hún þetta vera með ólíkindum. Meðal fjárfestinga Róberts eru fjölmiðlafyrirtækið Birtingur sem meðal annars gefur út tímaritin Mannlíf, Hús og híbýli og Vikuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu