fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Reynir Traustason ætlar að stefna Arnþrúði – „Nú gekk hún of langt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni, bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar?“

Þetta sagði Arnþrúður Karlsdóttir í símatíma Útvarpssögu í gærmorgun. Rétt er að taka fram að Reynir hefur aldrei verið ritstjóri Stundarinnar. Fréttablaðið greinir frá því núna í kvöld að Reynir Traustason fyrrverandi ritstjóri DV og stjórnarformaður Stundarinnar ætli ekki að sitja þegjandi og hljóðalaust undir slíkum ásökunum, ásakanirnar séu alvarlegar og um mikinn atvinnuróg að ræða. Ætlar hann að mæta Arnþrúði af fullri hörku. Arnþrúður sakaði Reyni einnig um að skrifa fréttir byggðar á lygi.

Arnþrúður sagði jafnframt:

„Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfinu sem hann lét með lygafréttum sem hann framleiddi.“

Í samtali við Fréttablaðið segir Reynir:

„Arnþrúður hefur sagt margt í gegnum tíðina en nú gekk hún of langt og þessum rakalausa atvinnurógi og ærumeiðingum verður mætt af fullri hörku.“

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“