fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Lögfræðingur lögreglunnar hefur skoðað ummæli Gunnars Braga um sendiherrafléttuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. desember 2018 13:39

Gunnar Bragi Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur ekki tekið Klaustursupptökurnar til formlegrar athugunar en lögfræðingur lögreglunnar hefur farið yfir ummæli Gunnars Braga Sveinssonar varðandi loforð um sendiherrastöður. Gunnar lýsti fjálglega á upptökunum hvernig hann hefði unnið sér inn greiða hjá Sjálfstæðismönnum með því að skipa, sem þáverandi utanríkisráðherra, Geir Haarde sem sendiherra í Washington á þeim tíma þegar Geir var mjög umdeildur vegna þess að hann hafði hlotið dóm í Landsrétti. Gunnar sagði hafa skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra á sama tíma til að beina athyglinni frá ráðningu Geirs. Taldi Gunnar sig eiga inni hjá Sjálfstæðismönnum vegna þessa. Gunnar hefur jafnframt viðurkennt í viðtali í kjölfar leyniupptökuhneykslisins að hann myndi ekki slá hendinni á móti sendiherrastöðu.

RÚV fjallar um málið og ræddi við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu. Í fréttinni kemur fram að ástæða þess að lögreglan hefur ekki tekið málið til formlegrar skoðunar kann að vera sú að ekki er lagaskylda að auglýsa sendiherrastöðu. Var því ákvæði bætt inn í þegar gerðar voru breytingar á lögum um utanríkisþjónustu árið 1997.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur kallað eftir því að mögulega hafi það sem Gunnar upplýsti á Klaustri varðað við 128. grein hegningarlaga, um viðurlög við spillingu opinberra starfsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Í gær

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög