fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Samtalið á Klaustri verður leiklesið í Borgarleikhúsinu

Auður Ösp
Föstudaginn 30. nóvember 2018 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi mánudag, 3. desember  mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr leyniupptökunum af Klaustri en fréttir af málinu hafa tröllriðið samfélagsumræðunni undanfarna tvo sólarhringja.

Á heimasíðu Borgarleikhússins kemur fram að viðburðurinn muni fara fram á Litla sviðinu en aðgangur verður ókeypis og öllum opinn.

„Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi.“

Fyrirhugað er að streyma leiklestrinum í forsal Borgarleikhússins ef að salurinn fyllist. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar.

Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Borgarleikhúsið stendur fyrir  gjörningi af þessu tagi en árið 2010 var  skýrsla rannóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna  lesin upp í heild sinni af leikurum en allir starfmenn hússins tóku þátt í viðburðinum á einn eða annan hátt. Lesturinn tók alls 146 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir

Ofar efst í útboði fyrir hljóð- og myndlausnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína