fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Kristmundur Axel sér ekki eftir neyslunni: Segir „Ég á bara eitt líf“ ekki hafa nein áhrif – „Það munu ekkert færri deyja“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður reynir að blanda saman neyslunni og tónlistinni, þá endar þetta í einhverju rugli. Ég tengi mig við það, því ég er svo mikill fíkill,“ segir Kristmundur Axel Kristmundsson rappari, en hann var gestur hlaðvarpsþáttarins Besta Podcast í heimi hjá Aroni Inga Davíðssyni á dögunum og fór þar yfir víðan völl.

Kristmundur talar meðal annars um tímabilið þegar hann gaf út plötu í fyrra og sinnti markaðskynningunni undir miklum áhrifum vímuefna. Hann komst í fréttirnar þegar hann birti myndbönd af fíkniefnaneyslu sinni á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Kristmundur segir að þarna hafi hann verið „vel í því,“ eins og hann segir sjálfur frá, og tekur fram að fólk hafi skipst í fylkingar, annars vegar hafi margir séð þetta sem einhverja bestu kynningu allra tíma eða að hann hafi verið einfaldlega talinn heimskur. Rapparinn segist hafa verið hvort tveggja í raun. Þá vill hann meina að hann hafi tvímælalaust gengið fulllangt. „Ég var á slæmum stað í lífinu. Þarna var ég ógeðslega heimskur og var kominn í mjög vafasöm partí með vafasömu liði,“ segir Kristmundur og bætir við að hann hafi séð fólk bera vopn við hvert horn.

„Ég á bara eitt líf“ gengur ekki upp

Kristmundur vakti fyrst athygli árið 2010 þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með lagið Komdu til baka. Hann hefur undanfarin ár gefið út nokkur lög svo sem Deyja fyrir hópinn minn og Spartacus (Alltaf eitur). Í hlaðvarpinu skefur hann ekki af hlutunum en þegar hann er spurður hvort hann sjái eftir þessu ofannefndu tímabili neyslunnar svarar Kristmundur því neitandi.

„Ég hafði bara gaman af þessu, enda var þetta ekkert grín. Ég var í þessum partíum og ég var að gera þetta allt,“ segir hann. Kristmundur segir að þetta hafi endað á því að hann hafi farið í meðferð, en aðdragandi þess var þegar hann hafði verið undir áhrifum dögum saman auk þess að vera ósofinn.

Í október var Kristmundur ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hafa þann 11. mars í fyrra hótað að taka lögreglukylfu af lögreglumanni og valda honum líkamsmeiðingum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni en í kjölfar ákærunnar ákvað Kristmundur að taka sig á.

„Ég er þannig fíkill að ef ég er staddur úti og fæ mér lengi, þá dey ég,“ segir hann. „Það er þannig, ég er það veikur.“

Rapparinn tekur fram að aukning hefur verið á dauðsföllum síðustu árin vegna fíkniefnaneyslu. Í þættinum koma til tals umræður um átök og hreyfingar sem hafa aukið vitundarvakningu á fíkniefnavanda. Kristmundur nefnir þar sérstaklega átakið #égábaraeittlíf en telur að slík þjóðarátök gangi hreinlega ekki upp. „Það sorglega við þessar hreyfingar er að þetta vekur athygli á málstaðnum og jú, það lesa þetta allir, en það eru ekkert færri að fara að deyja,“ segir Kristmundur.

„Kannski leiðir þetta til þess að meiri peningur fari á Vog eða eitthvað svoleiðis, en þú verður alltaf að komast á botninn sjálfur. Þú þarft að hafa trú á sjálfum þér.“

Þá segir rapparinn „læknadópið“ vera sérstaklega lúmskt. Kristmundur og Aron eru sammála um að lyfseðilsskyld lyf hafi hvað mestu áhrifin í dag. „Læknadópið drepur þig hægar. Þú verður ekki jafn hellaður strax en læknadópið er ótrúlega lúmskt, svolítið eins og grasið,“ segir Kristmundur. „Þetta er allt svo hættulegt og af því að þetta er svo ógeðslega fokking gott, þá er þetta svo hættulegt. Hættulega gott.“. Þá bætir hann við að best sé að láta vímuefni eiga sig.

Föðurhlutverkið fyllti í tómarúmið

Undanfarið hefur Kristmundi gengið allt í haginn en hann eignaðist dóttur í byrjun septembermánaðar. Í samtalinu við Aron Inga segist rapparinn ætla að einnig taka sinn tíma með tónlistina á næstunni, auk þess að setja foreldrahlutverkið í forgang. „Það er náttúrulega bara númer eitt, að vera pabbi,“ segir hann. „Það er þannig og verður að vera þannig, það breytist allt.“

Kristmundur tekur undir það með Aroni að tilfinningin að sinna eigin barni sé ómetanleg og með því betra sem til er. „Þetta er auðvitað ógeðslega erfitt. Respect á mömmurnar,“ segir hann. „Þetta er alveg hörkustöff og hörkustress líka, sem er samt yndislegt.“

Kristmundur fullyrðir að hann telur sig standa sig vel í uppeldinu og finnur að hann langar til að standa sig á þessu sviði. Rapparinn missti föður sinn skömmu áður en stúlkan hans kom inn í heiminn og segir Kristmundur að dóttir hans hafi fyllt í ákveðið tómarúm í kjölfar föðurmissisins. „Ég ætla að standa mig sem faðir og þá geri ég líka pabba minn vonandi stoltan, en ég plumma mig ágætlega eins og er,“ segir Kristmundur.

Hlaðvarpið í heild sinni má finna að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell

Flugmaður fluttur á bráðadeild eftir slys við Skálafell
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“

Pervertinn í háskólanum var ungur Íslendingur: „Hann faldi sig þarna út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum

Þrír íslenskir piltar ákærðir í stóru fíkniefnamáli: Brynjar, Dagur og Halldór sakaðir um smygl á 16 kílóum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“

Vilhjálmur hoppandi illur út í Landsbankann: „Greiða 483 þúsund meira í vaxtakostnað á ári“