fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Réðst á fyrrum sambýliskonu að syni hennar viðstöddum: Lamdi konuna með símasnúru og tók hana kverkataki

Auður Ösp
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir eignaspjöll og líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni. Hann var einnig dæmdur fyrir að hafa í fimm skipti sett sig í samband við konuna, eftir að hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann. Ungur sonur konunnar var á heimilinu þegar árásin átti sér stað.

Brot mannsins átti sér stað í janúar á þessu ári, á heimili konunnar. Maðurinn þrýsti verulega fast að hnéi konunnar með þeim afleiðingum að farsími hennar bognaði. Lamdi hann símasnúru í hægri hendinni á konunni, er hún sat á gólfinu.Þá sparkaði hann fimm þung högg í hægra læri hennar og tók hana hana kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda. Þá kastaði hann  henni í hjónarúmið og varnaði henni útgöngu er hún var að reyna að fara útúr íbúðinni.

Á meðan á þessu stóð kallaði hann konuna öllum illum nöfnum en fram kemur í ákæru að sonur konunnar hafi verið á staðnum.

Fyrir dómnum lýsti konan því þannig að maðurinn hefði verið „mjög ögrandi og ógnandi“ og kvaðst hafa verið hrædd við hann.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa í fimm skipti,dagana 19. janúar – 27. febrúar 2018 sent konunni skilaboð á facebook og í sms, þrátt fyrir að hafa verið gert að sæta nálgunarbanni frá 25. janúar til 1.maí.

Við upphaf aðalmeðferðar játaði maðurinn að hafa eyðilagt síma konunnar og að hafa sent henni ofangreind skilaboð en hann krafðist hins vegar sýknu um þeim lið ákærunnar sem sneri að líkamsárásinni.

Fyrir dómi kvað konan kvað líðan sína hafa verið hræðilega eftir að þetta gerðist og syni hennar hefði líka liðið mjög illa. Það hefði verið kvartað yfir því frá skólanum að barnið væri þreytt. Sagði hún barnið ekki hafa séð hvað gerðist en verið á staðnum og taldi að hann hefði heyrt hvað fram fór. Þá greindi hún frá því að hún hefði þurft að fylgja syni sínum í strætisvagn í fjóra mánuði eftir þetta, hann hefði ekki þorað einn, verið hræddur um móður sína.

Maðurinn hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm á seinasta ári fyrir að ráðast á  þáverandi sambýliskonu sína og dóttur hennar á unglingsaldri.  Hann rauf því skilorð með þeim brotum sem hann er sakfelldur fyrir núna.

Í niðurstöðu dómsins segir að maður hafi byrjað í meðferð í því skyni að ná tökum á skapi sínu og var það metið honum til refsilækkunar. Þótti hæfilega ákveðin refsing fangelsi í sex mánuði en ekki þóttu forsendur til þess að skilorðsbinda refsinguna.

Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni 255.700 krónur í skaðabætur.  Konan krafðist einnig bóta vegna kaupa á öryggismyndavél, en hún byggði bótakröfuna á því að hún hefði óttast um öryggi og velferð þeirra mæðgina ef að maðurinn kæmi nærri heimili hennar.

Þeirri bótakröfu var hins vegar hafnað á þeim forsendum að konan hefði„sjálfviljug opnað heimili sitt fyrir ákærða eftir þessi atvik.“

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt

Miðflokksmenn ræddu þriðja orkupakkann í alla nótt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“
Fréttir
Í gær

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“

Gífurleg umferðarteppa núna: „Ég er búin að vera föst á Suðurlandsbraut í klukkutíma“
Fréttir
Í gær

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“

Bogi lagði svartagaldur á starfsmenn Íslandsbanka – „Skrifaði nöfn allra gerenda á blaðið með blóðblöndunni“
Fréttir
Í gær

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“

Halldór segir hótanir Eflingar og ASÍ innistæðulausar: „Svona sjónarspil hjálpar engum“
Fréttir
Í gær

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“

Forstjóri Sýnar botnar ekkert í RÚV: „Kostulegt og kannski efni í áramótaskaup ef út í það er hugsað“
Fréttir
Í gær

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Í gær

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur