fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hilda minnist Brynjars Bergs sem lést langt fyrir aldur fram: „Stundum getur lífið verið óskiljanlegt og ósanngjarnt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, minnist Brynjars Bergs Guðmundssonar á Facebook-síðu sinni. Hann lést fyrr í mánuðinum einungis 31 ára. Hann skilur eftir sig konu og tvö ung börn. Jarðarför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag, 8. nóvember 2018, klukkan 15.

Hilda segist hafa kynnst Brynjari þegar faðir hennar giftist móður hans. „Stundum getur lífið verið óskiljanlegt og ósanngjarnt og það er það svo sannarlega í dag þegar við fylgjum Brynjari Berg til grafar. Brynjar var einstaklega uppátækjasamur og skemmtilegur ungur maður sem skilur nú eftir sig dásamlega konu, tvö ung og yndisleg börn og hóp fólks sem elskar hann. Brynjari var ég svo heppin að fá að kynnast þegar pabbi minn kvæntist mömmu hans fyrir níu árum síðan,“ segir Hilda.

Brynjar var hljóðmaður og starfaði hjá Into The Glacier á Langjökli, hann vann einnig í Hörpu og á fleiri stöðum, enda lifði hann og hrærðist í hljóðbransanum frá 15 ára aldri, en ferilinn hófst með hljómsveitinni Á móti sól. Hann skilur eftir sig eiginkonu sína, Kristínu Sif Björgvinsdóttur, og tvö börn sem eru sex og sjö ára.

Fjölskylda og vinir Brynjars hafa stofnað söfnunarreikning fyrir fjölskyldu hans. Hilda Jana hvetur alla sem vilja sýna samhug að styrkja fjölskylduna. „Elsku Stína, Heiðar, Sara, Anna, pabbi, Íris, Soffía, Brynja og allir hinir sem eiga um sárt að binda, megi kærleikurinn umvefja ykkur styðja og styrkja. Þeir sem vilja sýna samhug og styrkja litlu fjölskylduna á þessum erfiðu tímum þá vil ég benda á söfnunarreikning:

Kennitala 021283-3399, reikningsnúmer 0326-26-003131.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra
Fréttir
Í gær

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu