fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Árás á heimili Benedikts byggingastjóra í nótt – „Það var hleypt af skoti hérna inni!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 19:30

Benedikt Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Sveinsson byggingastjóri varð fyrir óhugnanlegri reynslu klukkan fjögur í nótt er stóru grjóti var kastað með feiknakrafti í gegnum rúðu á heimili hans. Benedikt telur auðsætt að atburðurinn tengist deilum sem hann hefur átt í við fjárfesti og byggingarfélag undanfarið.

„Krafturinn á grjótinu var ótrúlegur og miðað við hvar grjótið lendir var gerandinn staddur úti á gangstétt hér fyrir utan, 8 metra frá húsinu. Þetta var engin smá skotfesta því grjótið endar í veggnum fyrir innan og heggur úr honum – í glugganum var einangrunargler. Það er óhugnanlegt til þess að vita að barnabörnin mín sofa oft hér, á svefnsófa beint fyrir neðan vegginn þar sem grjótið lenti. Sem betur fer voru þau ekki hjá okkur í nótt,“ segir Benedikt.

Grjótið fór í gegnum glugga að skrifstofu sem Benedikt er með á heimilinu. Tryggingamatsmenn sjá um þrif á skrifstofunni eftir atburðinn og segir Benedikt að nú verði sett öryggisgler í gluggana.

„Ég vaknaði klukkan fjögur í nótt við það að konan mín hrópar: „Það var hleypt af skoti hérna inni.“ Slíkur var krafturinn í grjótinu að þetta hljómaði eins og fallbyssuhvellur,“ segir Benedikt.

Grjótið hjó úr veggnum, slíkur var krafturinn

„Þeir eru orðnir örvæntingarfullir“

Fyrr á árinu vann Benedikt við endurbætur á húsbyggingu sem fer í sölu á næstunni. Ósætti varð milli hans og eigandans, ekki síst þar sem Benedikt taldi gæðakröfur ekki uppfylltar í mörgu. Var Benedikt þá rekinn frá verkinu en hann telur sig eiga inni greiðslu hjá eigendunum upp á tugi milljóna.

Nánar verður fjallað um þetta deilumál í DV síðar.

Benedikt hefur neitað að afhenda svalafestingar á bygginguna þar til hann fái greitt það sem hann á inni hjá eiganda byggingarinnar. „Ég talaði við lögmanninn minn í dag og hann segir að þeir séu orðnir örvæntingarfullir út af þessu með svalafestingarnar og séu að reyna að taka mig á taugum.“

Benedikt hefur orðið fyrir ýmsu áreiti eftir að slitnaði upp úr samstarfinu við eigendur húsbyggingarinnar í sumar. Bílnum hans hefur verið stolið tvisvar og brotist hefur verið inn hjá honum og búslóð stolið. Benedikt hefur skósveina eigenda húsbyggingarinnar sterklega grunaða.

„Þeir voru að sniglast um á verkstæðinu hjá mér í sumar og þá kom lögreglan á vettvang. Í fyrramálið gef ég skýrslu um þetta atvik í nótt hjá lögreglunni og vonandi fer almennileg rannsókn í gang.“

Benedikt segir að þessar deilur og árásir hafi tekið mikið á. „Ég hef mestar áhyggjur af konunni minni og fjölskyldu minni. Sjálfur er ég maður sem verður ekki auðveldlega hræddur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum