fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Byggt og Búið sakað um blekkingar: „Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:31

Samsett mynd/Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Byggt og Búið er sökuð um að hafa hækkað verð til þess að setja þau á afslátt, þessu hafnar verslunarstjórinn alfarið.

Lilja Ósk Sigmarsdóttir setti á Facebook færslu um að KitchenAid-kaffivélar sem hún hafði verið að fylgjast með væru auglýstar á afslætti á raftækjadögum verslunarinnar, hugsaði hún sér gott til glóðarinar en þá kom í ljós að kaffivélarnar hefðu hækkað í verði. „En nei, djöfulsins svindl og svínarí, þeir hafa hækkað verðið á vörunum og sett afslátt ofaná það svo verðið er nákvæmlega það sama og það var. Ekki láta blekkja ykkur með afsláttadögum hér og þar. Takk fyrir frábæra afsláttardaga Byggt og búið!!,“ sagði Lilja Ósk.


Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir þetta af og frá í samtali við Vísi. Segir hann að hækkunin sé komin til vegna gengislækkunar íslensku krónunnar, það geri það að verkum að vöruverð hækki á innfluttum vörum. Segir hann að það hafi allskonar vörur hækkað í verði, er þá um að ræða nýjar sendingar. Venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og vörur sem hafi hækkað nýverið vegna gengi krónunnar farið á afslátt:

„Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí