fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Mikil sorg þegar Elín Helga lést: „Elsku fallega Elín, með sitt geislandi bros“ – Skilur eftir sig tvö ung börn

Einar Þór Sigurðsson, Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Elínar Helgu Hannesdóttur, ungu konunnar sem lést á Akureyri að morgni sunnudagsins 21. október, hafa stofnað styrktarreikning fyrir tvö ung börn hennar.

„Elsku fallega Elín, með sitt geislandi bros og fallega hlátur kvaddi þennan heim allt of snemma. Þeir sem þekktu hana vita að hún var hrókur alls fagnaðar, virk í félagslífinu og svo dugleg að hópa saman fólki og skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Hún skilur eftir sig 2 ung börn sem voru augasteinarnir hennar og ákveðið hefur verið að stofna styrktarreikning fyrir þau,“ segir Aníta Magnúsdóttir, vinkona Elínar Helgu. Aðstandendur hafa veitt DV góðfúslegt leyfi til að greina frá söfnuninni.

Útför Elínar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. nóvember klukkan 13.30.

Þeir sem vilja sýna samhug og leggja fjölskyldunni lið eru hvattir til að leggja inn á reikninginn. Reikningsnúmerið er á nafni Guðrúnar, móður Elínar.

Kennitala: 130351-4849, rknr. 565-14-120443.

Margt smátt gerir eitt stórt. Vinsamlegast deilið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi

Ákærður nauðgari ætlaði úr landi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð