fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sigurður Ragnar og Hákon neita sök í Skáksambandsmálinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. október 2018 12:36

Sigurður Ragnar Kristinsson. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ragnar Kristins­son og Hákon Örn Berg­mann neituðu sök í Skáksambandsmálinu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn sem er ákærður í málinu, Jóhann Axel Viðarsson, játaði atvikin en neitað að hafa vitað að um fíkniefni hafi verið að ræða.

Þeim er öllum gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á sex kílóum af fíkniefnum sem faldir voru í skákmunum sem fluttir voru til landsins. Fíkniefnin fundust við leit áður en þeir komu til landsins. Munirnir voru sendir á skrifstofu Skáksambandsins í Faxafeni um miðjan janúar á þessu ári þar sem fjórtán sérsveitin réðst inn og handtóku tvo menn, þar á meðal forseta Skáksambandsins sem tók grunlaus við sendingunni. Hvorki Skáksambandið né forsetinn koma málinu við á neinn hátt.

Sjá einnig: Sérsveitin braust inn í Skáksamband Íslands og handtók saklausan forsetann

Sigurður Ragnar er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem féll milli hæða á heimili þeirra í Marbella á Spáni um svipað leyti og fíkniefnin fundust, það er þó alls óvíst hvort það tengist málinu. Sigurður Ragnar er einnig ákærður fyrir skattalagabrot vegna fyrirtæki síns, SS verk. Aðalmeðferð í Skáksambandsmálinu fer fram 7.janúar á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala