fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr á Útvarpi Sögu – Viðar sár og kveinkar sér: „Það er alltaf verið að skamma mig“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 23. október 2018 14:47

Viðar Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notandi á vefsíðunni Soundcloud sem kallar sig utvarpsagarulez setti fyrr í dag inn upptöku þar sem má heyra hinn alræmda Viðar Guðjohnsen hnakkrífast við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Ekki er fyllilega ljóst nákvæmlega hvenær Viðar og Pétur rifust svo harkalega en af samhengi er þó ljóst að ekki er ýkja langt síðan.

Rifrildi Viðars og Péturs snerist um almannatryggingar eldri borgara og eftir að Pétur sagði Viðari að hann vissi ekkert þá fór sá síðarnefndi að kveinka sér við það að allir væru að skamma hann og hann fengi aldrei neinu ráðið.

Viðar sagðist fyrst vilja hækka eftirlaunaaldur en þá spurði Pétur hvort hann vildi ekki bara afnema eftirlaunaaldur. Því svaraði Viðar: „Ég fæ aldrei að ráða neinu, Pétur, þú veist það. Það er alltaf verið að skamma mig.“

Það þarf að skamma þig

„Samt er ég að koma með frumlegar og góðar hugmyndir en „nei, nei, þá skulum við fara letileiðina,“ sagði Viðar.

Þetta er þvert á móti til þess fallið, það sem ég er að tala um, að eldri borgarar fari út á vinnumarkað. En svo heyrist í sumum: „það vill enginn taka við eldri borgurum“. Þá byrjar sú umræða sem er ekkert í tengslum við hitt.

„Við flytjum þrælanna inn alveg eins og Rómarveldi áður fyrr og svo hrinur kerfið“

Ertu hrifinn af því? Ertu hrifinn af því að við séum að flytja inn þræla?

„Nei, auðvitað ekki. Það er verið að þurrka út auðlindirnar og flytja inn vinnuafl. Svo er byggt og byggt og byggt! Svo er ekkert eftir fyrir hinum. Það er út af því að allir eru orðnir latir hérna á Íslandi.“

Viltu ekki að duglega fólkið sé duglegt við að flytja inn vinnuafl frá útlöndum? Til að það geti grætt á því? Er það ekki duglega fólkið?

„Heyrðu, já, það er út af því að Íslendingarnir nenna ekki að vera í byggingarvinnu. Vilja bara vera bak við tölvuna og eyðileggjast þar. Andleg hrörnun er alveg gríðarlega mikil.“

Jæja, ég ætla ekkert að viðurkenna þetta miðað við þínar forsendur. Ég ætla að fá einhvern annan til að tala.

Upptökuna má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí