fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mána mikið niðri fyrir: „Þessi kona er hyski og hún getur kært mig hvenær sem er“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. október 2018 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mána Péturssyni var mikið niður fyrir í Harmageddon í morgun þar sem hann og Frosti Logason ræddu við Gunnar Kristinn Þórðarson, fyrrverandi oddvita Karlalistans í Reykjavík. Máni kallaði þar Þórey Guðmundsdóttir hyski. Gunnar Kristinn hefur eldað grátt silfur við íslenska femínista að undanförnu. Síðast þegar DV fjallaði um Gunnar Kristinn kom fram að hann hefði ákveðið að hætta þátttöku í stjórnmálum, leggja samtökin niður og elta ástina til útlanda.

„Samtökin bæði verða lögð niður og ég er kominn hálfa leið við að elta ástina til útlanda.“

Gunnar hefur ekki lagt samtökin niður og var kynntur sem formaður samtakanna í Harmageddon í morgun. En Gunnar hefur sagt að hann eigi nokkur útistandandi mál. Gunnar kom að birtingu skjáskota úr Fésbókarhópnum Aktívistar gegn nauðgunarmenningu inn á vefnum Forréttindafemínismi sem hann segir að eigi að sýna fram á hvernig þjóðþekktir femínistar séu að „undirbyggja aðför gegn nafngreindum feðrum“.

Sjá einnig: Gunnar eltir ástina til útlanda – Átti í útistöðum við íslenska femínista – „Sambandið er á viðkvæmu stigi“

Þá hefur verið fjallað ítarlega um Gunnar Kristinn, Samtök umgengisforeldra og Karlalistans á femíniska vefritinu Knúz.is en þar var rekstur Gunnars gagnrýndur. Deildi hann harðlega við Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformann Samfylkingarinnar, um gagnaleka úr Fésbókarhópum femínista og feðrahreyfinga. Enduðu deilur Gunnars við konurnar með kæru Gunnars á hendur Þóreyju Guðmundsdóttur og Elísabetu Ýr Atladóttur til lögreglu, sagði hann þær hafa fullyrt ranglega í athugasemdum á Fésbók að hann hafi eytt uppvaxtarárum sínum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Gunnar Kristinn ræddi um Þóreyju sem er prestur og fyrrverandi- sáttarfulltrúi sýslumanns og fyrrverandi starfsmaður barnaverndar. Sagði Gunnar að hún fullyrti í einum af þeim skjáskotum að hann hafi verið meirihluta uppvaxtar síns á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

Sjá einnig: Oddviti Karlalistans segist ekki hafa verið lengi á BUGL

Gunnar var að ræða þessi mál þegar Máni lét fyrrnefnd ummæli falla. Gunnar sagðist hafa farið á BUGL því hann hafi upplifað aðskilnaðarkvíða sem barn. Máni tók þetta nærri sér og sagði:

„Það er ekki gaman að hlusta á þetta. Ég á nú dreng sem er með aðskilnaðarkvíða, svo ég veit nú hvernig þetta virkar. Þetta er einstaklega sóðalegt af þessum presti og að ég sé að borga svona hyski eftirlaun er algjörlega óboðlegt. Fyrirgefðu orðbragðið, en þessi kona er hyski og hún getur kært mig hvenær sem er,“

sagði Máni en viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv