fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. október 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.“

Þannig byrjar yfirlýsing frá Ara Kristni Jónssyni rektors Háskólans í Reykjavík vegna þeirrar ákvörðunar að reka Kristinn Sigurjónsson, lektor við tækni-og verkfræðideild. Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook hóp sem nefnist karlmennskan lét hann falla ummæli um kynin á vinnustöðum. Ummælin ullu miklum úlfaþyt innan háskólans og þjóðfélaginu öllu og var Kristinn látinn taka pokann sinn.

Ari hefur nú eins og áður segir sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir:

„Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni.

Ennfremur skal ítrekað að rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum og starfslokum starfsmanna háskólans.

Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar sem horft er á heildarmynd, en ekki einstök atvik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla