fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Steinunn er brjáluð – „Ég vil fá að ráða hvar ég bý“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óraunveruleiki og óbærilega óvissa! Ástæðan eins og flestir vita er úrskurður fimm manna nefndar sem ég þekki ekkert til en samt hefur hún svona mikil áhrif á líf mitt og annara í kringum mig. Eftir að hafa verið á sjó í 12 ár eignaðist ég barn númer tvö og þá þurfti dagvinnu tíminn að breytast, ég varð að komast í vinnu í landi. Ég var svo heppin að vera boðið starf í Arctic Fish þar sem Egill(maðurinn minn) hafði líka farið af sjónum og í vinnu þar.“

Þetta segir Steinunn G Einarsdóttir gæðastjóri hjá Arctic Fish, Flateyri í pistli á Bæjarins besta á Ísafirði. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi rekstrarleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja á Vestfjörðum er afar umdeild og nokkrar fjölskyldur sem sjá fram á að mikinn tekjumissi og jafnvel þurfa að flytja úr fámennum bæjarfélögum. Eru leyfin felld úr gildi vegna tæknilegra annmarka

Fyrirtækið hefur verið að vaxa og dafna og það eru ALLIR að leggja sig 100% fram sama hvort það sé í Seiðaeldisstöðinni-sjóeldinu eða skrifstofunni. Það er vandað til verka á öllum stöðum sem hefur sko sannarlega sýnt sig, Arctic Fish er vottað af ASC staðlinum (Aquaculture stewardship council) sem er einn strangasti umhverfisstaðallinn í fiskeldi. Nýlega fórum við í úttekt þriðja árið í röð það sem við rúlluðum því upp enda með allt upp á tíu! Við viljum gera hlutina vel í sátt við náttúru og samfélag.“

Steinunn bætir við: „Nú virðist svo vera að það væri sama hvað við værum að gera þá erum við barin niður, eitt skref áfram og tíu aftur á bak. Ég er búin að vera leið og við það að gefast upp en nei ég er ekki þekkt fyrir það, ÉG ER BRJÁLUÐ!“

Segir Steinunn að þetta sé aðför að Vestfjörðum og fólkinu sem þar er búsett.

„Við Egill búum á Flateyri með 2 börn í skóla og leikskóla, á bakvið starfsmenn Arctic Fish búa margar fjölskyldur og fullt af börnum. Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með þessari uppbyggingu og bjartsýni sem hefur komið með fiskeldinu og þá sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum. Flestir úr vinahópnum hjá Agli hafa haft tök á að koma heim og starfa í beinum og óbeinum störfum í fiskeldinu.“

Þá segir Steinunn:

„Við þurfum börn til að halda uppi skólum og leikskólum á þessum litlu stöðum, það hefur áhrif á allt samfélagið hvort þessi atvinnugrein fái að eflast. Mig langar ekki einu sinni að hugsa hvernig þetta verður ef allt fer á versta veg, en við getum alveg séð það fyrir okkur og þangað ætlum við ekki.

Ég vil fá að ráða hvar ég bý, það viljum við öll. Hér vilja börnin mín vera frjáls og geta búið við þau forréttindi sem fylgja þeim. Við áttum okkur á alvarleika þessa úrskurðar sem búum hér en við verðum að opna augu sem flestra því ég er viss um að allir vilji hafa Vestfirðina í byggð og á fullum snúning“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa