fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Rithöfundar hvetja til þess að Bjarni fái starfslaun: „Getur verið að fólk sé svolítið hrætt við Bjarna Bernharð?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. janúar 2018 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hermann Stefánsson hefur stofnað Facebook-hópinn „Bjarna Bernharð á þrjá mánuði“ þar sem hvatt er til þess að skáldið Bjarni Bernharður Bjarnason verði sett á starfslaun rithöfunda. Eins og við greindum frá í gærkvöld er Bjarni ævareiður yfir því að hafa ekki fengið úthlutun úr Launasjóði rithöfunda en úthlutun starfslauna listamanna var birt í gær. Hefur Bjarni fengið 15 hafnanir frá launasjóðnum í röð.

Bjarni er mikilvirkur rithöfundur en hann á mjög óvenjulega sögu. Árið 1988 varð hann manni að bana í geðrofi, var dæmdur ósakhæfur og vistaður á réttargeðdeild í Svíþjóð. Hann náði sér eftir allmörg ár og hefur það sem af er þessari öld verið virkur rithöfundur í samfélaginu.

Bjarni hefur oft farið mikinn á umræðuvettvangi rithöfunda, bæði í Facebook-hópi rithöfunda og á aðalfundum Rithöfundasambands Íslands. Í vor var Bjarni nauðungarvistaður í 72 klukkustundir á bráðageðdeild vegna skrifa hans á Facebook sem vöktu óhug. Hefur ítrekað líkingamál Bjarna um að sveifla orðsveðju yfir hausamótum bókmenntamanna vakið óhug vegna fortíðar Bjarna þó að um líkingu sé að ræða.

Hermann Stefánsson er þekktur höfundur sem hefur verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fékk sjálfur starfslaun að þessu sinni. Nokkrir rithöfundar hafa þegar tekið undir hvatningu Hermanns en þegar þetta er skrifað eru alls 34 meðlimir í hópnum – þó ekki allt rithöfundar.

Hermann skrifar þennan áhugaverða pistil um stöðu Bjarna Bernharðs í samfélagi rithöfunda:

Er Bjarni Bernharður mesta ljóðskáld vorra tíma? Nei. Er Bjarni Bernharður alltaf að skrifa einhverja dálítið krípí pósta um að sveifla orðsveðju sinni yfir hinum og þessum? Öh, já. Er Bjarni Bernharður afskaplega duglegur að gefa út bækur? Já. Getur verið að fólk sé svolítið hrætt við Bjarna Bernharð? Það er ekki útilokað og jafnvel líklegt. Er Bjarni Bernharður búinn að sækja fimmtán sinnum í röð um ritlaun en hefur aldrei fengið? Jú, það er víst. Sótti Bjarni Bernharður um ritlaun í ár, þrjá mánuði, fékk ekki og er að gera sig líklegan til að gera allt vitlaust á netinu með rugli? Örugglega. Er Bjarni Bernharður kerfisbundið útilokaður frá ritlaunum vegna fortíðar sinnar? Það er erfitt að segja til um það og varasamt að alhæfa nokkurn skapaðan hlut, sá sem hér skrifar hefur ekki minnstu hugmynd um það og takmarkaðan áhuga á að vita það. En ætti Bjarni Bernharður stundum að fá ritlaun í svo sem eins og þrjá mánuði? Auðvitað. Maðurinn er fáránlega duglegur, dælir út bókum, að sönnu misjöfnum að gæðum en það er augljóst að honum liggur eitthvað á hjarta — sem er nú bara töluvert atriði. Kannski er það einmitt persónusaga hans sem liggur á honum og veldur hvatvísum hughrifum sem koma fram í skáldskap sem stundum er bara talsvert varið í, þótt svolítið brokkgengur sé. Þess vegna vilja meðlimir þessa hóps að Bjarni Bernharður fái stundum ritlaun. Það er eitthvað pínulítið skrýtið við að hann geri það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku

Svívirðileg brot gegn 12 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“