Tískukeðjurisinn NTC, sem er í eigu Svövu Johansen, sem kennd er við Sautján, birti ásreikning sinn á dögunum og kemur í ljós að afkoman var rétt í plús. Mikill hagnaður hafði verið árið áður, en dregist saman um nærri 90 prósent milli ára. Sagt er að þarna komi tvennt til. Annars vegar aukin netverslun Íslendinga á tískufatnaði og hins vegar tilkoma fatarisans H&M sem opnað hefur verslanir í Kringlunni og Smáralind.