fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Vilja taka á dónalegum Borgnesingum – Hreyta of oft ónotum í bæjarstarfsmenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 06:16

Frá Borgarnesi. Mynd:FunkyTee/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta fundi sveitastjórnar Borgarbyggðar var rætt um samskipti íbúa sveitarfélagsins við starfsfólk þess en þau eru oft á neikvæðum nótum. Ónotum eða miður fallegum orðum er stundum hreytt í starfsfólkið sem er að vinna vinnu sína. Nú vill sveitastjórnin taka á þessum dónalegu íbúum enda samskiptamáti sem þessi ólíðandi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnlaugi Júlíussyni, sveitarstjóra, það hafi of oft gerst að starfsfólk ráðhússins hafi orðið fyrir óviðunandi framkomu fólks þegar það er að sinna störfum sínum. Þetta hafi verið í gegnum síma, við móttöku erinda eða úti á vettvangi.

„Óviðunandi framkoma gagnvart starfsfólki sveitarfélagsins er óásættanleg og á ekki að líðast.“

Er haft eftir Gunnlaugi sem bendir á að samskiptavandi sem þessi sé ekki einskorðaður við Borgarbyggð heldur sé ástandið svipað í mörgum sveitarfélögum.

Mannauðsstjóra sveitarfélagsins hefur verið falið að skrá tilvik sem þessi niður til að hægt sé að skoða starfsumhverfi þeirra sem verða fyrir þessum ónotum og starfsfólk geti rætt um þessi samskipti.

„Starfsmenn bæjarins eiga að finna það að þessi hegðun er ekki viðeigandi. Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins. Ef við ræðum þessa hluti ekki og drögum fram það sem betur má fara þá breytist ekkert. Maður ætlast til þess að bæjarbúar séu kurteisir.“

Er haft eftir Gunnlaugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“