Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir vitnum að árás á stúlku sem ráðist var á á göngustígum við Gullakur og Góðakur. Í gær óskaði lögreglan eftir að komast í samband við mann sem var á göngu með ljósan hund á þessum slóðum og konu, í bleikri peysu, sem var að skokka á svæðinu.
Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um atvikin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið abendingar@lrh.is eða með því að senda einkaskilaboð á Facebooksíðu lögreglunnar.
Fyrir um tveimur vikum var ráðist á átta ára stúlku þar sem hún var á gangi með hund sinn í Garðabæ. Hún var slegin. Í desember var ráðist á tíu ára stúlku og hún tekin hálstaki, tekið fyrir munn hennar og hún dregin á brott. Stúlkurnar, sem ráðist var á í gær, gátu lýst árásarmanninum og voru lýsingar þeirra svipaðar hinna stúlknanna.