fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lögreglan rannsakar tvær árásir á stúlkur í Garðabæ í gær

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 03:29

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tvö mál sem komu upp í Garðabæ í gær en þá var veist að stúlkum. Lögreglan telur ekki útilokað að tengsl séu á milli atvikanna og þeirra sem áður hefur verið tilkynnt um í bænum. Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í bænum vegna málanna.

Fyrir helgi óskaði lögreglan eftir vitnum að árás á stúlku sem ráðist var á á göngustígum við Gullakur og Góðakur. Í gær óskaði lögreglan eftir að komast í samband við mann sem var á göngu með ljósan hund á þessum slóðum og konu, í bleikri peysu, sem var að skokka á svæðinu.

Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um atvikin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið abendingar@lrh.is eða með því að senda einkaskilaboð á Facebooksíðu lögreglunnar.

Fyrir um tveimur vikum var ráðist á átta ára stúlku þar sem hún var á gangi með hund sinn í Garðabæ. Hún var slegin. Í desember var ráðist á tíu ára stúlku og hún tekin hálstaki, tekið fyrir munn hennar og hún dregin á brott. Stúlkurnar, sem ráðist var á í gær, gátu lýst árásarmanninum og voru lýsingar þeirra svipaðar hinna stúlknanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“