fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Árásirnar í Garðabæ: Börn séu ekki ein á ferð – „Þetta er í algjörum forgangi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að mjög mikil áhersla sé lögð á að upplýsa um óhugnanlegar árásir á ungar stúlkur í Garðabæ. Margt bendir til þess að um sama einstakling sé að ræða og vill Karl beina þeim tilmælum til fólks að börn séu helst ekki ein á ferð.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Í gær bárust tvær tilkynningar til lögreglu þess efnis að ráðist hefði verið að stúlkum. Á fimmtudag í síðustu viku var einnig ráðist að stúlku og þá var ráðist á stúlku í desember í fyrra á svipuðum slóðum. Árásirnar í gær og í síðustu viku voru á göngustíg við Glóðakur og Gullakur.

„Við höfum fengið eitthvað af upplýsingum, ekki kannski eins mikið og við hefðum vonað, en það hafa samt verið að koma upplýsingar og við höfum verið að vinna úr þeim. Við höfum sett talsvert mikinnn mannskap í það að reyna að átta okkur á öllum þeim staðreyndum sem að fyrir liggja. Við náttúrlega lítum þetta geysilega alvarlegum augum af því að við útilokum ekki að þetta séu þá orðin fjögur tilvik sem hafa verið að gerast á mjög skömmum tíma,“ sagði Karl í fréttum RÚV.

Karl kvaðst ekki geta rætt í smáatriðum hvers eðlis árásirnar voru að öðru leyti en því að þær eru alvarlegar.

„Það er ráðist á unga einstaklinga í þessum tilvikum, flest einstaklingar í kringum tíu ára aldur eða svo, þannig að við lítum það fyrst og fremst alvarlegum augum og síðan eru ýmsir aðrir tilburðir sem við erum ekki tilbúnir að greina frá í smáaatriðum akkúrat núna sem gera það að verkum að við teljum þetta mjög alvarleg tilvik.“

Karl segist hvetja börn til að reyna að kalla á hjálp ef eitthvað kemur upp og vera helst saman á ferð. Mikil áhersla sé lögð á að leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“