fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Strandgestir trúðu ekki sínum eigin augum – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að gestir Barrosa-strandarinnar í Costa de la Luz á suðurhluta Spánar hafi rekið upp stór augu í gær. Strandgestir nutu þess að busla í sjónum í sólinni og góða veðrinu þegar bátur, drekkhlaðinn flóttamönnum, kom að ströndinni.

Talið er að báturinn hafi komið frá Marokkó og voru um 50 manns um borð í uppblásnum gúmmíbátnum, þar af tíu börn. Skammt frá er glæsilegt lúxushótel en um leið og báturinn náði landi stökk fólkið frá borði og hljóp af ströndinni.

Spænska strandgæslan sagði í morgun að tekist hefði að hafa upp á 25 þeirra sem voru í bátnum, þar af teljast nítján enn vera börn í skilningi laganna. Þeim sex sem hafa náð lögaldri verður komið fyrir í flóttamannamiðstöð áður en þeir verða sendir aftur til Marokkó. Ungmennin hafa hins vegar möguleika á að vera áfram á Spáni.

Talið er að um 21 þúsund flóttamenn hafi reynt að komast til Spánar um Miðjaðarhafið fyrstu sjö mánuði ársins. Allt árið 2017 voru þeir 22 þúsund og samkvæmt þessum tölum er fjöldinn síður en svo að minnka. Spænska strandgæslan hefur haft í nógu að snúast að undanförnu og var 28 flóttamönnum bjargað af Miðjarðarhafi á sunnudag og 88 á laugardag við Gíbraltarsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“