Skotið var á 11 manneskjur á tölvuleikjamóti á spilastofu í Jacksonville í Florida fyrir skömmu síðan. Fjórir eru látnir eftir skotárásina en þrír liggja á sjúkrahúsi. Ástand þeirra er stöðugt. Aðrir eru ekki í hættu.
Einn árásarmaður er látinn eftir skot frá lögreglu en ekki er vitað hvort fleiri voru að verki.
Fréttin verður uppfærð
Samkvæmt nýjustu fréttauppfærslu Sky News voru 11 særðir og fjórir myrtir í árásinni. Talið er núna að árásarmaðurinn hafi verið einn, hvítur karlmaður, sem var skotinn til bana. Lögregla leitaði af sér allan grun á staðnum varðandi mögulega samverkamenn ódæðismannsins.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur verið upplýstur um málið.
Uppfært:
Samkvæmt Sky News var morðinginn látinn á vettvangi er lögregla kom og er talið að hann hafi tekið eigið líf. Var hann einn að verki og er hvítur karlmaður. Nánari upplýsingar um hann liggja ekki fyrir.