fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Margrét og Katrín eru á skjálftasvæðinu í Indónesíu – „Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti að stærð sjö reið yfir í gær kl. 18.46 að staðartíma á Lombok eyju í Indónesíu. Að minnsta kosti 82 eru látnir, mörg hundruð slasaðir og eignatjón er gífurlegt.

Vinkonurnar Margrét Helgadóttir og Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir eru staddar á skjálftasvæðinu, en þær komu til Indónesíu 12. júlí síðastliðinn í það sem átti að vera skemmti- og dekurferð.

„Þetta er hrikalegt, við vorum alveg á skjálftasvæðinu. Lombok er alveg við eyjuna sem við erum á. Hótelið okkar er ónýtt, segir Margrét í samtali við DV, en hún veit ekki af fleiri Íslendingum á svæðinu.

Mynd tekin þann 24. júlí.

 

Aðeins er vika síðan jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir eyjuna, en þá létust 14 manns og 162 særðust. Þær vinkonur sváfu þann skjálfta hins vegar af sér.

Margrét og Katrín eru staddar 40 km frá upptökum skjálftans í dag. Segir Margrét þær ekki fá upplýsingar um neitt og ekki vita neitt hvað tekur við. Í nótt sváfu þær á ströndinni við hlið hótels þeirra, ásamt fjölda annarra, á dýnum með lak.

Kort frá U.S. Geological Survey sýnir skjálftamiðju jarðskjálftans á sunnudag.

„Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í og við erum að reyna að komast af þessari eyju,“ segir Margrét, sem segir föður sinn ætla að taka við Utanríkisráðuneytið í dag.

Lombok er vinsæl meðal ferðamanna, en jarðskjálftinn fannst einnig vel á eyjunni Bali, sem er einn eftirsóttasti ferðamannastaður Indónesíu.

Mikil hræðsla greip um sig meðal heimamanna og ferðamanna þegar jarðskjálftinn og eftirskjálftar hans riðu yfir, en skjálftanum fylgdu margir eftirskjálftar, sumir þeirra yfir fimm á stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“