fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Rennslið er enn að aukast og hefur ekki náð hámarki

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 11:06

Mynd: NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rennslið í Skaftá við Sveinstind var komið í 1.350 rúmmetra á sekúndu rétt fyrir klukkan tíu í morgun og var þá enn í vexti, en þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá hafði vatnshæð aukist um 430 sentímetra á nítján klukkustundum.

Rennslið virðist enn vera að aukast við Sveinstind, þótt ferillinn hafi beygt af og sjálfsagt sé vatn nú farið að renna út í hraunið þannig að taka verður rennslistölum með varúð. Í hlaupinu 2015 var aukning vatnshæðar um 570 cm á 25 tímum og mælirinn sýndi rúmlega 2000 rúmmetra á sekúndu við hámarkið.

Ríkislögreglustjóri hafði gripið í gær til veglokana vegna hlaupsins úr eystri Skaftárkatli og, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsti yfir óvissustigi almannavarna.

Flogið verður yfir svæðið í dag og nánari upplýsingar verða gefnar síðar. Enn gætu því verið nokkrir klukkutímar í hámarkið við Sveinstind í hlaupinu sem nú stendur yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“