fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Rennslið er enn að aukast og hefur ekki náð hámarki

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 11:06

Mynd: NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rennslið í Skaftá við Sveinstind var komið í 1.350 rúmmetra á sekúndu rétt fyrir klukkan tíu í morgun og var þá enn í vexti, en þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá hafði vatnshæð aukist um 430 sentímetra á nítján klukkustundum.

Rennslið virðist enn vera að aukast við Sveinstind, þótt ferillinn hafi beygt af og sjálfsagt sé vatn nú farið að renna út í hraunið þannig að taka verður rennslistölum með varúð. Í hlaupinu 2015 var aukning vatnshæðar um 570 cm á 25 tímum og mælirinn sýndi rúmlega 2000 rúmmetra á sekúndu við hámarkið.

Ríkislögreglustjóri hafði gripið í gær til veglokana vegna hlaupsins úr eystri Skaftárkatli og, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsti yfir óvissustigi almannavarna.

Flogið verður yfir svæðið í dag og nánari upplýsingar verða gefnar síðar. Enn gætu því verið nokkrir klukkutímar í hámarkið við Sveinstind í hlaupinu sem nú stendur yfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt