fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

10 bestu sundlaugarnar á Íslandi

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að sumarið láti bíða eftir sér þá er þetta samt sem áður einmitt tíminn til að skella sér í sund enda er það bæði endurnærandi og hollt. Af því tilefni tók DV saman lista yfir 10 bestu sundlaugarnar á Íslandi.

 

Sundlaug Hellu

Gersemi á Suðurlandi, flott laug, skemmtilegar rennibrautir og skemmtilega hönnuð busllaug.

 

Sundlaug Akureyrar

Laugin er fyrir löngu orðin fastur punktur í lífi Akureyringa og þeirra sem eiga viðkomu í bænum. Það er nýbúið að gera laugina upp og það rækilega, þrjár nýjar rennibrautir og notalegur heitur pottur. Útsýnið er ekki af verri endanum, Hlíðarfjall sjálft.

 

Sundlaugin á Höfn

Þrjár skemmtilegar rennibrautir, busllaug og notalegir heitir pottar. Fínn viðkomustaður fyrir austan.

 

Suðureyri

Dr. Gunni mælir með lauginni á Suðureyri. Segir hann á bloggi sínu: „Næs laug, næs pottar og toppurinn er að kaupa ís eða klaka til að sleikja ofan í potti.“

 

Vatnaveröld í Reykjanesbæ

Veðrið vont? Engar áhyggjur, þú þarft ekki að finna neina sundhöll. Vatnaveröld í Reykjanesbæ er staðurinn til að fara með krakka. Það eru hins vegar oft mikil læti þar.

 

Þelamörk

Ekki jafn íburðarmikil og Akureyrarlaug en talsvert meira sjarmerandi og vinalegri. Stiginn góði niður í íþróttahúsið, nóg af heitum pottum, þægileg rennibraut sem allir þora í og sveppur sem sturtar vatni yfir yngra fólkið reglulega. Svo eru alltaf færri þar en í Akureyrarlaug.

 

Lágafellslaug í Mosfellsbæ

Mjög þægileg fyrir barnafólk. Þrjár rennibrautir og busllaug. Mjög notaleg.

 

Krossneslaug

Engar rennibrautir. Einn heitur pottur. Lítil laug. Samt ein mest sjarmerandi og skemmtilegasta laug landsins. Krossneslaug er á Stöndum og nánast ofan í hafinu. Það er ekkert starfsfólk, aðeins söfnunarbaukur, og því alveg í lagi að koma þangað á nóttunni til að fylgjast með norðurljósunum eða bara hlusta á hafið.

 

Sundlaugin í Vestmannaeyjum

Besta laugin fyrir börn á öllum aldri, heilar fjórar rennibrautir, klifurveggur, busllaug og þrír heitir pottar. Þeir sem vilja synda geta gert það inni.

 

Mynd af vef Garðabæjar.

Álftanes

Það er ástæða af hverju Álftanes er ekki lengur sjálfstætt sveitarfélag, það er ruglflotta sundlaugin sem var byggð rétt í kringum hrunið. Laugin hefur upp á ótalmargt að bjóða, innilaug fyrir krakka, potta, risastóra rennibraut sem fær fólk til að svima, að ógleymdri öldulauginni. Bæði gufubað og sauna með glugga nær að ýta Álftanesslaug í fyrsta sætið.

Eina mögulega umkvörtunarefnið er skortur á útsýni en laugin er við hliðina á íþróttahúsi á miðju nesinu.

Alveg þess virði að setja sveitarfélag á hausinn.

 

Er þín sundlaug ekki á listanum, bættu henni við í athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum