fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ógnaði fólki með hníf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr klukkan tíu í gærkvöld var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi, grunaði um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Maðurinn er grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Hann var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Afskipti voru höfð af manni við Álftamýri á tíunda tímanum í gærkvöld vegna sölu og vörslu fíkniefna.

Á þriðja tímanum í nótt var bíll stöðvaður við Snorrabraut. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.

Um hálfjögur í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll þar sem hann var í átökum við dyraverði sem héldu honum. Maðurinn er sagður hafa verið að bera sig og var ekki viðræðu hæfur sökum ölvunar.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu  lögreglu.

Á níunda tímanum í gærkvöld stöðvaði lögreglan bíl á Hafnarfjarðarvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Farþegi í bifreiðinni, ölvaður erlendur maður, hafði engin skilríki meðferðis og vildi aðspurður ekki gefa lögreglu persónuupplýsingar. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum