fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Kristinn H. rukkar 500 þúsund fyrir um viku gistingu í 60 fermetra íbúð – Nóttin á 61 þúsund

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður og baráttumaður fyrir virkjun í Ófeigsfirði er með leyfi fyrir tvær íbúðir í gegnum Airbnb. Þessar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann er í hópi fjölmargra þekktra Íslendinga sem mokar inn seðlum í gegnum Airbnb. Í helgarblaði DV má lesa um íbúðir margra þekktra Íslendinga sem eru skráðar í þessu kerfi. Frétt um að þingmenn væru að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb vöktu mikla athygli í vikunni og vildu lesendur meina að með þessu væru þeir að taka þátt í að auka á vandann. En rétt er að taka fram að Kristinn er fyrrverandi þingmaður til margra ára.

Kristinn H. Gunnarsson leigir út eign  í Hlíðahverfi Reykjavíkur. Kristinn sér sjálfur um sína eign sem er um 60 fermetrar að stærð.

Nóttin í íbúð Kristins kostar núna aðeins um rétt rúmar tíu þúsund krónur. Líklegasta skýringin á þessu ódýra verði er að aðeins eru örfáir dagar í boði í júlí og  ágúst. Kristinn leigir íbúðina út nokkra mánuði á ári miðað við dagatal Airbnb en á næsta ári er íbúðin til leigu í um fjóra mánuði hið minnsta.

Kristinn H. ætlar hins vegar að moka inn seðlum um jóla og áramót. Þá kostar nóttin í íbúðinni um 60 þúsund en Kristinn býður uppá afslátt ef um lengri leigu er að ræða. Ef íbúðin er tekin á leigu frá 24. desember til 2. Janúar er verðið 4,739 dollar eða hálf milljón. Til að gæta nákvæmni er upphæðin 505,888 þúsund krónur sem þingmaðurinn fyrrverandi fyrir vestan rukkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann