Föstudagur 15.nóvember 2019
Fréttir

Hjörtur sendur heim vegna óviðeigandi hegðunar á HM: „Vanlíðanin óbærileg“

Hjálmar Friðriksson og Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 25. júní 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson hefur verið sendur heim frá HM í Rússlandi af yfirmönnum sínum hjá Vodafone. Hann var þar á vegum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977. Hjörtur er með vinsælustu útvarpsmönnum landsins og stýrir þættinum Akraborgin.

Heimildir DV herma að Hjörtur hafir áreitt Eddu Sif Pálsdóttur, íþróttafréttamanns á RÚV, í fyrrakvöld. Edda Sif kærði Hjört fyrir líkamsárás árið 2012 en þau náðu samkomulagi þar sem hann viðurkenndi fulla ábyrgð og fór málið því ekki fyrir dóm. Hjörtur sem hafði verið án áfengis í lengri tíma féll á bindindinu á laugardagskvöldið. Hann hefur ákveðið og er staðráðinn í taka á sínum málum á ný.

Atvikið árið 2012 átti sér stað þegar val á Íþróttamanni ársins fór fram á Grand Hótel. Samkvæmt heimildum DV á sínum tíma veittist Hjörtur Júlíus að Eddu Sif inni á salerni staðarins. Málið var alvarlegt en farið var með hana á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún fékk áverkavottorð. Eftir atvikið var Hjörtur rekinn af RÚV.

Heimildir herma að Hjörtur hafi farið út ásamt öðrum íslenskum fjölmiðlamönnum og þar hafi einhver orðaskipti og áreiti átt sér stað milli þeirra tveggja. Ekki náðist í Eddu Sif við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á blaðamannafundi sem haldinn var morguninn eftir, áður en íslenska liðið hélt til Rostov-on-Don, mætti Hjörtur og var augljóslega enn í glasi samkvæmt heimildum DV.

Víðir Reynisson, öryggisstjóri KSÍ, segir í samtali við DV að Hjörtur hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun en KSÍ hafi ekki tekið ákvörðunina um að senda hann heim. „Það er það sem við vitum, að hann sýndi af sér einhverja hegðun sem að hans vinnuveitendur eru ekki sáttir með og þeir kölluðu hann heim. Þetta er ákvörðun hans yfirmanna að kalla hann heim,“ segir Víðir.

Framkvæmdastjóri Vodafone vildi lítið tjá sig um málið. „Við viljum ekki tjá okkur um málið að öðru leyti en svo að hann er á heimleið vegna persónulegra mála,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Vodafone.

Hjörtur tjáir sig við Fréttablaðið um málið en hann segir:

„Aukinheldur gat ég ekki boðið samferðamönnum mínum upp á áframhaldandi veru hér. Það er erfitt að vera hér í þessum sporum og vanlíðanin óbærileg. Ég hef ekki snert áfengi eftir þetta eina kvöld og þannig mun ég hafa það áfram. Ég mun klífa þennan skafl sem ég er búinn að koma mér í,“ segir Hjörtur.

Eins og kemur fram hér að ofan náðist ekki í Eddu Sif þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur

Segir Samherja stunda stórfelldar mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“

Friðjón hjólar í KrakkaRÚV: „Sjúklega mikil óvirðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust

Pervertinn á Þingeyri dæmdur – Fórnarlömbin fá ekki það sem þau kröfðust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“

Áróður á veggjum Háskólans – Jón Atli sakaður um hræsni – „Var HÍ ekki að væla yfir áróðri nasista um daginn?“