fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Mig óraði ekki fyrir að ég gæti nokkurn tíma komist á svona góðan stað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júní 2018 09:33

Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Elvira Þorkelsdóttir útskrifaðist í gær frá legudeild Grensás og er flutt í litla íbúð ásamt dóttur sinni. Frá þessu greindi Sunna í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Fjórir og hálfur mánuður er liðinn síðan hún lenti í slysi á Spáni þegar hún féll fram af svölum á heimili sínu. Sunna hlaut mænuskaða í slysinu og lamaðist. Hún lá lengi á sjúkrahúsi á Spáni en kom heim til Íslands fyrir tæpum tveimur mánuðum.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sunna:

„Mig óraði ekki fyrir að ég gæti nokkurn tímann komist á svona góðan stað þegar ég vaknaði upp á gjörgæslu öll aum og ringluð, fann ekki fyrir fótunum og gat mig hvergi hreyft.  Ég hefði að sjálfsögðu ekki getað þetta án stuðnings og hjálpar frá yndislegu foreldrum mínum og vinkonum.
Takk fyrir öll fallegu og uppörvandi skilaboðin, þið eruð öll yndisleg!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“