fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tommy Robinson kemur ekki til landsins: „Ég vil vita hver dó“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt hefur verið við ráðstefnu sem ber heitið Fjölmenningin í Evrópu: Vandamál og lausnir þar sem Tommy Robinson, stofnandi English Defense League, átti að halda erindi. Vakur, samtök um evrópska menningu, standa fyrir ráðstefnunni. Í samtali við DV staðfestir Sigurfreyr Jónasson, skipuleggjandi ráðstefnunnar, að ekkert verði af henni vegna fjarveru aðal ræðumannsins Tommy Robinsson.

Sigurfreyr átti von á Tommy til landsins í gær, en Tommy missti af flugi sínu vegna þess að dekk hafi sprungið á bíl hans. Því var ákveðið að bóka annað flug í morgun. „Aðstoðarmaður hans hafði samband við okkur í gær og sagði okkur að það hefði sprungið dekk á bílnum þeirra á leið upp á flugvöll og þeir ekki hafa viljað skilja bílinn eftir og þess vegna misstu þeir af fluginu. Það var svo sem ekkert vandamál og var rætt að bóka bara annað flug í morgun með Easyjet,“ segir Sigurfreyr.

Þegar Sigurfreyr mæti upp á Keflavíkurflugvöll í morgun að sækja Tommy kom í ljós að hann hefði ekki verið í fluginu sem um var talað. „Við erum búnir að bíða hérna í yfir tvo tíma hérna upp á flugvelli en það er enginn Tommy,“ sagði Sigurfreyr í þegar blaðamaður DV hafði samband við hann í morgun. „Við spurðum hvort hann hefði mögulega verið tekinn í tollinum en svo var ekki.“ Sigurfreyr fékk svo tölvupóst stuttu seinna frá aðstoðarmanni Tommy um að hann myndi ekki koma til landsins og þar sem það hefði orðið dauðsfall í fjölskyldunni. Því hefur ráðstefnunni verið aflýst. „Ég vil vita hver dó,“ segir Sigurfreyr ósáttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin