fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ók á níu hjólreiðamenn og fimm létust  

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 6. maí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charles Pickett, 52 ára Bandaríkjamaður, hefur verið sakfelldur fyrir að verða fimm hjólreiðamönnum að bana. Slysið átti sér stað í júní 2016 skammt frá bænum Cooper í suðvesturhluta Michigan.

Pickett var sakfelldur fyrir morð af annarri gráðu en hann hafði innbyrt verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf áður en hann settist undir stýri. Talið er að lyfjaneysla hans hafi átt stóran þátt í því að hann missti stjórn á bifreið sinni með fyrrgreindum afleiðingum. Alls ók hann á níu hjólreiðamenn og þar af létust fimm, sem fyrr segir; þrjár konur og tveir karlar á aldrinum 42 til 74 ára.

Pickett verður dæmdur þann 11. júní næstkomandi en hann á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Saksóknarar lýstu því sem gerðist þennan örlagaríka dag. Kom fram fyrir dómi að áður en hann ók á hjólreiðamennina hafi hann næstum verið búinn að aka á gangandi vegfaranda. „Hann hefði getað stöðvað aksturinn þar, ef hann hefði hugsað með sér að hann væri líklega ekki hæfur til að stjórna bifreið. En hann gerði það ekki, heldur hélt akstrinum áfram og ók á níu manns,“ sagði Michael Kanaby, aðstoðarsaksóknari í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum