fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Maður og kona dæmd fyrir ítrekaða þjófnaði á Ísafirði: Stal verðmætum úr vösum kirkjugesta

Auður Ösp
Föstudaginn 4. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður og kona voru á dögunum dæmd í tveggja mánaða fangelsi í héraðsdómi Vestfjarða fyrir ítrekuð þjófnaðarbrot sem þau frömdu bæði saman og í sitt hvoru lagi. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa stolið bjórkútum frá veitingastöðum í bænum og fyrir að hafa stolið ýmsum verðmætum úr vösum yfirhafna í fatahengi Ísafjarðarkirkju. Á meðan var konan sakfelld fyrir að hafa meðal annars áfengi af veitingastað og matvælum úr bakaríi.

Brotin framdi parið bæði saman og í sitt hvoru lagi.  Maðurinn var ákærður fyrir að hafa að kvöldi 4. eða aðfaranótt 5. september 2017, þegar hann stal  25 lítra bjórkút af gerðinni Egils Gull af veitingastaðnum Edinborg Bistró á Ísafirði  og kom honum fyrir við sorptunnur húss og fór síðan með hann heim til sín en kúturinn fannst þar við húsleit lögreglu þann 6. september 2017. Sömuleiðis stal hann 30 lítra bjórkút frá veitingastaðnum Húsinu og fór með hann heim til sín.

Þá var hann ákærður fyrir að hafa að að kvöldi 11. desember 2017, í fatahengi Ísafjarðarkirkju, að Sólgötu 1 á Ísafirði, stolið úr vösum yfirhafna ýmsum verðmætum frá nokkrum aðilum, meðal annars tveimur greiðslukortum, bíllyklum, farsíma, seðlaveski og varalit.

Konan var ákærð fyrir að hafa að kvöldi miðvikudagsins 11. apríl 2018, farið inn í veitingasal veitingastaðarins Við Pollinn á Hótel Ísafirði, við Silfurtorg 2 á Ísafirði og stolið þaðan þremur léttvínsflöskum, alls að andvirði kr. 15.900, og farið með þær út af hótelinu, en starfsmaður hótelsins elti hana uppi og endurheimti flöskurnar fyrir utan hótelið.

Þá var hún ákærð fyrir húsbrot og þjófnað fyrir að hafa í félagi við fyrrnefndan ónafngreindan aðila farið inn um bakdyr Bakarans ehf. að Hafnarstræti 14 á Ísafirði og stolið þaðan, úr kæli fyrir innan dyrnar, tveimur pakkningum af osti, einni öskju af smjöri og tveimur flöskum af safa, alls að andvirði kr. 2.790, en lögreglan stöðvaði för þeirra skömmu síðar við Norðurveg þar sem vörurnar voru enduheimtar.

Þá voru maðurinn og konan bæði ákærð fyrir að hafa í sameiningu, föstudaginn 29. september 2017, stolið mat- og drykkjarvöru úr verslun Bónus að Nýbýlavegi 4 í Kópavogi, nánar tiltekið sjö bökkum af bleikjuflökum, 19 bökkum af kjúklingabringum, tveimur hálfslítra flöskum af Tonic vatni, og 12 hálfslítra dósum af Pilsner, alls að fjárhæð kr. 45.519.  Annar ónafngreindur aðili tók einnig þátt í ráninu.

Þáttur ónafngreinda aðilans í hinu sameinaða máli var skilinn frá málinu og dæmt um hann í sérstöku máli.

Bæði maðurinn og konan játuðu sök fyrir dómi og hlutu tveggja mánaða fangelsisdóm hvort. Jafnframt er þeim gert að greiða Högum hf. skaðabætur óskipt að upphæð 45.519 krónur.

Refsing mannsins er skilorðsbundinn en fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann sé með hreint sakavottorð. Konan hefur hins vegar tvisvar á liðnu ári sætt refsingu vegna brots gegn 244. gr. almennra hegningarlaga. Því þótti ekki tilefni til að skilorðsbinda fangelsisdóm hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“