Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Richard Oddi Haukssyni, 41 árs, til heimilis að Leifsgötu 23 í Reykjavík, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því 18. apríl. Richard Oddur, sem er 185 sm á hæð, er grannvaxinn og með dökkt, axlarsítt hár. Hann notar gleraugu.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Richards Odds, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.