fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Foreldri réðst á 10 ára gamlan leikmann: „Valur harmar og fordæmir þá hegðun sem foreldri iðkanda félagsins sýndi af sér”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. apríl 2018 22:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá óvenjulegi og alvarlegi atburður átti sér stað á körfuboltamóti leikmanna í aldursflokknum 10-11 ára á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag að foreldri eins iðkanda óð inn á völlinn og réðst á leikmann í liði andstæðinganna.

Atvikið átti sér stað í leik Vals og Njarðvíkur. Gerandinn mun vera karlmaður um fimmtugt, faðir drengs í Valsliðinu í þessum aldursflokki. Réðst hann að leikmannni í liði Njarðvíkur, ýtti við drengnum og sló hann í höfuðið.

Samkvæmt frásögn áhorfanda fór drengurinn að hágráta, leikurinn var stöðvaður og mikið uppnám varð í húsinu. Umræddum áhorfanda gramdist hins vegar að gerandinn yfirgaf ekki salinn heldur fylgdist með leiknum til enda.

DV hafði samband við þjálfara liðanna. Þjálfari liðs Njarðvíkur vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en neitaði ekki að atvikið hefði átt sér stað. Þjálfari Valsliðsins sagði hins vegar í símtali að Valur harmaði mjög atvikið og von væri á yfirlýsingu vegna þess.

Skömmu eftir það barst DV tölvupóstur frá Gunnari Erni Arnarssyni, íþróttafulltrúa Vals, með afriti af yfirlýsingu sem send var á forráðamenn barna- og unglingasviðs félaganna Vals og Njarðvíkur. Einnig segir Gunnar: „Auk þess hefur félagið verið í sambandi við foreldra þolandans og komið á framfæri afsökunarbeiðni.“

Yfirlýsing Vals vegna málsins er hér orðrétt:

Til þeirra er málið varðar.

 Í ljósi atviks sem átti sér stað á minniboltamóti að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag, laugardaginn 28. apríl vill Valur koma eftirfarandi á framfæri.

Valur harmar og fordæmir þá hegðun sem foreldri iðkanda félagsins sýndi af sér og er hún með engu móti ásættanleg og með öllu ólíðandi. Félagið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun verða tekið á því með hlutaðkomandi aðilum.

 Valur vill koma á framfæri formlegri afsökunarbeiðni til iðkandans auk allra þeirra sem að mótinu komu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“