fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Sigurður sagður hafa keypt amfetamín af mönnum frá Mið-Austurlöndum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru, er sagður í Fréttablaðinu hafa keypt fimm kíló af amfetamíni af mönnum frá Mið-Austurlöndum. Fréttablaðið vitnar í gögn málsins sem það ku hafa undir höndum. Sigurður var látinn laus úr gæsluvarðhaldi á dögunum þar sem ekki tókst að gefa út ákæru í málinu fyrir tólf vikna hámarksgæsluvarðhald.

Samkvæmt Fréttablaðinu viðurkenndi Sigurður sök við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann sagðist hafa kynnst fyrrnefndum mönnum á Benidorm á Spáni. Þeir hafi afhent honum fimm kíló af amfetamíni á hótelbergi og í kjölfar þess hafi hann keypt vacumpökkunarvél og pakkað fíkniefnunum.

Svo hafi Sigurður fengið þá hugmynd, þar sem hann hafði lesið um Norðurlandamót í skák, að kaupa taflmenn og koma amfetamíninu fyrir í þeim. Sigurður er sagður hafa brotið botninn á taflmönnunum og steypt hann aftur. Því næst lét hann mála taflmennina gylta og silfraða. Að lokum lét hann útbúa granítplötur undir taflmennina og þeir sem sáum um það sendu pakkann svo til Íslands.

Félagi Sigurður, sem átti ekki að hafa átt að baki sögu afbrot, átti svo að sækja taflmennina. Sigurður er sagður hafa sagt þessum félaga sínum að líkamsræktartengd efni væru falin í taflmönnunum en ekki amfetamín. Sigurður er sagður hafa komið til Íslands sérstaklega til að leysa þennan vin sinn undan sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“