fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Master Chef-keppandi lést í Lundúnamaraþoninu um helgina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegt atvik varð í Lundúnamaraþoninu um helgina þegar hinn 29 ára gamli Matt Campbell hneig niður þegar hann átti um þriðjung eftir af hlaupinu. Campbell þessi var nokkuð þekktur kokkur í Bretlandi og hafði hann getið sér gott orð í þáttunum MasterChef sem njóta talsverðra vinsælda.

Hlaupið um helgina fór fram í miklum hita, raunar þeim hæsta í sögu hlaupsins.

Campbell fékk skyndihjálp frá sjúkraflutningamönnum en var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Hann var öflugur hlaupari og hafði lokið maraþoni í Manchester í marsmánuði á undir þremur klukkustundum sem þykir mjög góður tími hjá áhugahlaupara.

Þá þótti Campbell frábær kokkur og hefur hann starfað fyrir veitingahús með Michelin-stjörnur í Bretlandi. Hann var valinn besti ungi kokkur ársins hjá BBC þegar hann var tvútugur.

Campbell safnaði áheitum fyrir Lundúnamaraþonið fyrir góðgerðarsamtökin Brathay Trust. Faðir hans, sem lést fyrir átján mánuðum, hafði lengi unnið fyrir samtökin og vildi Campbell heiðra minningu hans með því að hlaupa fyrir umrædd samtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“