fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Ingibjörg vill kynjafræði inn í allar skólastofur: „Samfélagið öskrar á þetta“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er verið að kalla eftir þessu, þetta er ekki bara eitthvað sem kemur frá mér, til dæmis var Samband framhaldsskólanema að senda frá sér ályktun þar sem þess er krafist að þetta verði skyldunámsgrein,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, í þættinum Harmageddon á X-inu. Ingibjörg hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að kynjafræði verði skyldunámsgrein á öllum skólastigum, leggur hún til að menntamálaráðherra skipi starfshóp til að breyta aðalnámskrá, leik-, grunn- og framhaldsskóla til að koma að kynjafræði. Þar að auki á að koma að ítarlegu námi í kynjafræði fyrir kennara.

Ingibjörg, sem hefur kennt unglingum í 20 ár, þar á meðal kynjafræði, segir kynjafræði ganga út á að ræða fræðilega um mismunandi stöðu kynjanna í þjóðfélaginu. „Eins og ég kenni þetta þá skiptum við þessu upp á þemu, við ræðum í einhvern tíma um völd, við ræðum um klám, vændi, bága stöðu karla í samfélaginu hvað þetta varðar. Því jafnrétti er eitthvað sem gagnast báðum kynjum. Svo ræðum við mjög mikið um stöðu hinsegin fólks.“

Hún er ekki sammála um kynjafræði sé pólitískt mál. „Ég held að maður þurfi að vera nánast blindur ef maður sér ekki skekkjuna. Til dæmis í mínu samfélagi, Fjarðabyggð, ef þú launahæstu einstaklingana þá er launahæsta konan í 34.sæti.“

Frosti Logason þáttastjórnandi sagði á móti að launamun kynjanna mætti skýra út frá eðli kynjanna, allir hefðu val um hvað þeir vildu starfa við en rannsóknir sýndu að konur sækja frekar í ummönnunarstörf, ekki vegna mismununar. Það sé því pólitískt að halda því fram að það sé mismunun þar að baki.
„Þetta er bara hugmyndafræði, félagsmótun er ekki eina ástæðan fyrir því að við erum karlar og konur, það kemur líffræði þar inn í. Hvort þú hafir áhuga á fólki eða hlutum.“

Ingibjörg svaraði: „Þar er ég fullkomlega ósammála, líffræðin velur það ekki.“

Frosti sagði á móti: „Það er ekki rétt, rannsóknir sýna fram á það að stúlkubörn, strax frá unga aldri, hafa meiri áhuga á fólki á meðan strákar hafa meiri áhuga á hlutum. Þess vegna setur fólk spurningamerki við að kenna kynjafræði því þarna er haldið fram fullyrðingum sem eru ekki réttar.“
Ingibjörg segir þetta alls ekki rétt og bætti við: „Við erum búin að ákveða það samkvæmt lögum að jafna stöðu kynjanna. Samfélagið öskrar á þetta. Ef þið sjáið ekki að samfélagið er að öskra á þetta…“

Frosti: „Nei nei.“

Ingibjörg: „…í alls konar byltingum, meira að segja #Karlmennskan. Ég er búin að kenna kynjafræði og það sem gerist þegar unglingar læra kynjafræði þá verður ljós. Við erum alin upp í ákveðnu kerfi og þegar fólk fer í gengum kynjafræðina með umræðum og alls konar verkefnum, við erum að vinna með staðreyndir ekki eitthvað í bleiku skýi, að nemendur tala um það að þeir líti veröldina öðrum augum.“

Frosti: „Já, vegna þess að þeir hafa tekið inn pólitíska innrætingu.“

Ingibjörg: „Er pólitísk innræting að benda nemendum á að það sé mikið kynjamisrétti þegar kemur að umfjöllun um kynin í fjölmiðlum?“

Frosti: „Það kann að vera, já.“

Ingibjörg: „Enn og aftur erum við ósammála.“

Hér má hlusta á umræðurnar í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega