fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. mars 2018 17:25

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa lagt til frumvarp um lækkun kosningaaldurs í sveitarstjórnarkosningum úr 18 árum í 16. Sjálfstæðismenn í nefndinni, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, vilja þó ganga lengur og sagði sá fyrrnefndi í útvarpsfréttum á Bylgjunni í gær að þeir vilji ganga lengra. Óli Björn sagði þá vilja lækka kosningaaldur í öllum kosningum niður í 16 ára. Auk þess vildu þeir færa sjálfræðisaldur sem og öll borgaraleg réttindi niður í þann aldur.

En hvað með áfengiskaupaaldur? Af svörum Brynjars í samtali við DV að dæma er hann fylgjandi því að lækka hann, í það minnsta í 18 ára. „Nú er það svo að löggjafinn hefur ákveðið að við hættum að vera börn 18 ára og teljumst því fullorðin. Þeir sem eru fullorðnir geta þar með tekið ábyrgð á eigin lífi hljóta að mega kaupa áfengi. Sama á við ef löggjafinn  ákveður að við verðum fullorðin 16 ára,“ segir Brynjar.

Hann segir eitt það mikilvægasta hvað þetta varðar sé samkvæmni í löggjöf. „Hvorki ég né Óli Björn höfum svo sem mótað okkur skoðun á því hvenær við eigum að teljast fullorðin en sumum  þingmönnum finnst að við eigum að vera fullorðin 16  ára þegar kemur að kosningum til sveitastjórna en börn í alþingiskosningum og flestu öðru. Ég skil ekki  svona hringlanda. Samkvæmni í löggjöf er mikilvæg og ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för þar sem allt rekst á hvers annars horn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum