fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 15:30

Kennarahúsið að Laufásvegi 81

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara kolfelldu nýjan kjarasamning félagsins í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Atkvæðagreiðslan var rafræn en 4.697 félagsmenn voru á kjörskrá. Alls greiddu 3.793 atkvæði eða 80,75% félagsmanna.

Já sögðu 1.128 eða 29,74% en nei sögðu 2.599 eða 68,52%. Auðir seðlar voru 66 eða 1,74%.

Félag Grunnskólakennara skrifaði undir samninginn við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 13.mars síðastliðinn og hófst rafræn kosning þremur dögum síðar.

Helstu atriði samningsins voru launabreytingar, að horft væri frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar væri aukinn, tími til annarra faglegra starfa minnkaður, nýr menntunarkafli og að greitt yrði fyrir sértæk verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Í gær

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“