fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Traust á kirkjunni, lögreglunni og dómskerfinu hrynur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. mars 2018 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Traust almennings til þjóðkirkjunnar, lögreglu og dómskerfisins hrynur milli ára samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. Á sama tímabili eykst traust landsmanna á Alþingi, Fjármálaeftirlitinu, Umboðsmanni skuldara, borgarstjórn Reykjavíkur, bankakerfinu og heilbrigðiskerfinu.

Líkt og fyrri ár nýtur Landhelgisgæslan mest trausts, en 91% traust landsmanna. 80% treysta svo Embætti forseta Íslands.

77% treysta lögreglunni sem er 8 prósentustiga lækkun frá því í fyrra. 36% treysta dómskerfinu sem er 7 prósentustiga lækkun á milli ára og 30% treysta þjóðkirkjunni, sem er 8 prósentustiga lækkun á milli ára.

29% treysta Alþingi sem er 7 prósentustiga hækkun á milli ára, 24% treysta borgarstjórn Reykjavíkur sem er 5 prósentustiga aukning á milli ára. Bankakerfið fer svo úr 14% í 20%.

Könnunin var gerð var dagana 7. til 19. febrúar 2018. Heildarúrtaksstærð var 1.429 og þátttökuhlutfall var 56,4%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Í gær

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum