fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Jón Kristinn hættir sem talsmaður Sunnu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Kristinn Snæhólm, sem hefur verið talsmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur og fjölskyldu hennar, er hættur sem formlegur talsmaður þeirra. Þetta segir Jón Kristinn í samtali við DV.

„Málið er úr mínum höndum. Núna eru lögreglustjóraembættin að tala saman. Utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið eru búin að skrifa undir öll nauðsynleg plögg og þau vilja fá hana heim,“ segir Jón Kristinn. Hann segist þó ekki vera hættur öllum afskiptum af málinu, hann sé enn í sambandi við Sunnu og móður hennar, en hann vilji ekki svara fyrir atriði sem komi upp í málinu á borð við kæru eiganda bílaleigu í Torrevieja á hendur Sunnu og föður hennar sem og fíkniefnamálið sem eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi fyrir á Íslandi.

„Ég þekki þeirra fjármál og fjölskyldulíf ekki neitt. Þannig að jú, ég er hættur sem formlegur talsmaður þeirra.“

Nýjustu vendingar í máli Sunnu Elviru eru að talsmaður spítalans í Malaga hafnar fullyrðingum Sunnu um slæman aðbúnað og segir jafnframt að samkvæmt gögnum spítalans hafi Sunna hlotið áverka sína í umferðarslysi. Jón Kristinn sagði í samtali við DV að ekkert væri hæft í svörum spítalans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala