fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Helgi Hrafn baunar á Ásmund: „Reyndi að gera sjálfan sig að einhverjum riddara landsbyggðarkjördæma“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni og segir hann ávallt setja hóp gegn hópi þegar hann er kominn í rökþrot. Á dögunum kom í ljós, þrátt fyrir leynd til lengri tíma, að Ásmundur hafi fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi. Hann svaraði fyrir sig í Kastljósi í gær og kallaði þar íbúa Reykjavíkur rottur.

Helgi Hrafn segist sjálfur hafa oft kallað sig „101 miðbæjarrottu“ og móðgist því lítið við þau orð Ásmundar. „Hugtakið „miðbæjarrotta“ hefur öðlast sjálfstæða þýðingu, aðskilda hugtakinu „rotta“. Þótt ég ætli ekki að móðgast yfir þessu, þá finnst mér óvarlega orðað að segja einfaldlega „101 rotta“, því það hljómar meira eins og verið sé að líkja manni beinlínis við dýr og reyndar fremur óskemmtilegt dýr. Þúst, eins og þegar kona er kölluð tík eða karl er kallaður hundur. En allt í góðu, þetta er bara vinsamleg ábending – ég hefði alveg getað gert sömu mistök sjálfur og hef eflaust gert,“ skrifar Helgi Hrafn.

Hann segir þó öllu verra samhengi þess að Ásmundur notar þetta hugtak. „Það sem mér finnst hinsvegar meira pirrandi, er samhengið. Ásmundur situr þarna til svara og gerir það sem hann gerir gjarnan þegar hann er komin í rökþrot, að hann setur upp hóp á móti hópi. Á sínum tíma voru það aldraðir og öryrkjar á móti hælisleitendum. Núna er það landsbyggð á móti höfuðborgarsvæði. Það er ekki í sjálfu sér spurning um hvaða orð séu notuð, heldur að reyna að verja sína eigin hegðun með því að gera lítið úr einum hópi til að stækka annan. Hann reyndi að gera sjálfan sig að einhverjum riddara landsbyggðarkjördæma með því að höfða til tortryggni gagnvart íbúum og þingmönnum höfuðborgarsvæðisins. Það er rangt og þannig eiga menn ekki að haga sér,“ skrifar Helgi Hrafn.

Hann segist enn fremur hafa tekið eftir því að svo virðist sem fólk af landsbyggðinni sé verr við íbúa Reykjavíkur en öfugt. „Aðeins að lokum um þetta, bara til hugleiðingar. Ég hef ekki frá barnsaldri heyrt íbúa höfuðborgarsvæðisins fara jafn ófögrum orðum um landsbyggðina eða íbúa þess, eins og ég heyri reglulega koma frá landsbyggð til höfuðborgarinnar og íbúa hennar. Ég skil valdaójafnvægið sem mörg landsbyggðarsamfélög búa við og vil hjálpa til við að breyta því. En það er rosalega erfitt að reyna að nálgast fólk sem sýnir sjálfkrafa tortryggni og jafnvel fyrirlitningu gagnvart bæði staðnum sem maður býr á og elskar, og gefur sér í þokkabót fyrirfram að manni gangi sífellt eitthvað annarlegt til þegar maður talar um nokkuð mál sem varði landsbyggðina á einhvern hátt.

„Þessi rígur milli landsbyggðar og höfuðborgar virðist nefnilega einungis ganga í aðra átt og það er frá landsbyggð til höfuðborgar. Þegar ég reyni að átta mig á málefnum landsbyggðarinnar sem þingmaður Reykjavíkur, þá hjálpar það mér ekki neitt að skilja lögmæt umkvörtunarefni landsbyggðarinnar að gert sé lítið úr mér og ég álitinn einhver „sérfræðingur að sunnan“ sem ekkert geti skilið eða vitað um landsbyggðina,“ segir Helgi Hrafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum