fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

„Þetta var morðferð. Það átti að drepa allt“

Dvöldu í leyfisleysi á svæðinu og skildu það eftir í rúst – „Maður spyr sig hvaða svona mönnum gengur til“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til sektrargreiðslu á bilinu 50 til 75 þúsund krónur vegna brota á lögum um náttúruvernd og brot á reglum um friðlandið á Hornströndum. RÚV greinir frá en dómur féll í héraðsdómi Vestfjarða á dögunum. Mennirnir dvöldu í leyfisleysi vikulangt í friðlandinu í Hornvík á Hornströndum og stunduðu þar ólöglegar veiðar. Þá var einn af þremenningunum sömuleiðis dæmdur fyrir að hafa meðferðis skotvopn án viðbótarleyfis frá sýslumanni.

Málið komst fyrst í fréttir í júní 2016 eftir að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Adventures kom að mönnunum þremur í neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar í Höfn í Hornvík sem er í friðlandi Hornstranda.

Hér má sjá frétt DV um málið

Ljósmynd/Rúnar Karlsson
Ljósmynd/Rúnar Karlsson

Frá 15. apríl til 15. júní er fólki skylt að tilkynna um ferðir sínar á svæðinu þar sem þessi árstími er viðkvæmur fyrir dýraríkið. Það höfðu þremenningarnir ekki gert og voru því á staðnum í leyfisleysi en þeir höfðu jafnframt vopn og veiðibúnað meðferðis og höfðu stundað ólöglegar veiðar á svæðinu.

Starfsmennirnir greindu frá aðkomunni í færslu á facebook og voru lýsingarnar allt annað en fallegar. Þá var einnig greint frá málinu á facebook síðu Björgunarfélags Ísafjarðar.

„Dauðir mávar með skotsár, selshræ í fjöru, svartfuglsegg, opinn eldur með rusli, grillað á grónu landi svo eitthvað sé tínt til. Nánast allt sem fyrir augu bar var ólöglegt,“ skrifaði Rúnar Karlsson annar starfsmannanna í færslu sinni. Þá sagði hann í samtali við DV á sínum tíma: „Þetta var morðferð. Það átti að drepa allt.“

Mennirnir þrír neituðu sök fyrir dómi og sögðust ekki vita að þeir þyrftu að tilkynna um ferðir sínar. Þá sögðust þeir hafa verið með skotvopn meðferðis í öryggisskyni þar þar sem hvítabirnir kæmu á land á þessum slóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“